Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þriðji Dunkin´ Donuts staðurinn opnar | Stendur til að opna 13 staði til viðbótar
Í gærmorgun opnaði þriðji Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi í Hagasmára í Kópavogi. Staðurinn sem er staðsettur inni í 10-11 versluninni á Shellstöðinni við Smáralind tekur um 25 manns í sæti og eins geta viðskiptavinir keypt veitingar í bílalúgu, en staðurinn er sá fyrsti í Evrópu sem veitir slíka þjónustu.
Fyrstu 20 viðskiptavinirnir sem fengu ársbirgðir af kleinuhringjum og geta því komið við á næsta stað einu sinni í viku í 52 vikur og fengið 6 kleinuhringi í kassa.
Tæplega sjö mánuðir eru síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn var opnaður hér á landi og hafa Íslendingar tekið vel á móti starfsfólki og veitingum staðanna, að því er framkemur í fréttatilkynningu.
„Það er greinilegt að það var pláss á markaðnum fyrir Dunkin´ Donuts hérna heima og er búið að vera áhugavert að fylgjast með hversu góðar viðtökurnar hafa verið. Við leggjum okkur auðvitað fram við að veita góða þjónustu og starfsfólkið hefur einmitt haft á orði hversu jákvæðir viðskiptavinirnir eru. Við skulum skrifa jákvæðnina bæði á gott starfsfólk og landann í heild,“
segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin´ Donuts.
Í fréttatilkynningu segir að á næstu 4 fjórum árum stendur til að opna 13 staði til viðbótar og verða þeir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Árni Pétur er ekki á því að staðirnir verði of margir.
„Matseðillinn er fjölbreyttur og viðskiptavinir geta líka keypt hjá okkur hollan mat og drykki,“ segir Árni.
Mynd: aðsend

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn