Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Þriðji Dunkin´ Donuts staðurinn opnar | Stendur til að opna 13 staði til viðbótar
Í gærmorgun opnaði þriðji Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi í Hagasmára í Kópavogi. Staðurinn sem er staðsettur inni í 10-11 versluninni á Shellstöðinni við Smáralind tekur um 25 manns í sæti og eins geta viðskiptavinir keypt veitingar í bílalúgu, en staðurinn er sá fyrsti í Evrópu sem veitir slíka þjónustu.
Fyrstu 20 viðskiptavinirnir sem fengu ársbirgðir af kleinuhringjum og geta því komið við á næsta stað einu sinni í viku í 52 vikur og fengið 6 kleinuhringi í kassa.
Tæplega sjö mánuðir eru síðan fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn var opnaður hér á landi og hafa Íslendingar tekið vel á móti starfsfólki og veitingum staðanna, að því er framkemur í fréttatilkynningu.
„Það er greinilegt að það var pláss á markaðnum fyrir Dunkin´ Donuts hérna heima og er búið að vera áhugavert að fylgjast með hversu góðar viðtökurnar hafa verið. Við leggjum okkur auðvitað fram við að veita góða þjónustu og starfsfólkið hefur einmitt haft á orði hversu jákvæðir viðskiptavinirnir eru. Við skulum skrifa jákvæðnina bæði á gott starfsfólk og landann í heild,“
segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin´ Donuts.
Í fréttatilkynningu segir að á næstu 4 fjórum árum stendur til að opna 13 staði til viðbótar og verða þeir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Árni Pétur er ekki á því að staðirnir verði of margir.
„Matseðillinn er fjölbreyttur og viðskiptavinir geta líka keypt hjá okkur hollan mat og drykki,“ segir Árni.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum