Neminn
Þriðji bekkur með fjáröflun fyrir útskriftarferð til Bocuse d´Or
Fjáröflun hjá 3. bekk Hótel og matvælaskólans er í dag og á morgun [laug. 25 nóv.] í Garðheimum í Mjódd að Stekkjarbakka 6 og vonandi á sunnudaginn ef birgðir leyfa.
Þessi fjáröflun er einn liður af mörgum fyrir útskriftarferð í janúar og ekki er verið að stefna á sólarlanda líkt og tíðkast hjá mörgum útskriftarnemum, heldur er ferðinni haldið til Lyon í Frakklandi á sjálfa keppnina Bocuse d´Or.
Það má með sanni segja að hér eru tilvonandi metnaðafullir matreiðslumenn.
Nemendurnir koma til með að selja gjafakörfu sem inniheldur fjölmargar sælkeravörur sem unnin hafa verið af sjálfum nemendunum.
Gjafakarfan inniheldur eftirfarandi:
Kjúklingaparfait
Dönsk lifrakæfa
Val á milli Reyktur eða grafin lax
Grísa-rillet
Á aðeins 1600.-
Það var Ragnar Wessmann fagstjóri sem sá um alla umsjón með verkefninu.
Það er um að gera kæru matreiðslumenn og meistarar að kíkja og versla gjafakörfu og í leiðinni að styrkja tilvonandi samstarfsmenn 🙂
Að sjálfsögðu var glens og gaman hjá nemendunum og brugðu þeir sér á leik við pökkun á gjafakörfunum í dag, kíkið á myndir hér (von er á fleiri myndum, sem verða bætt inn í þetta myndasafn um leið og þær berast)

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn