Bocuse d´Or
Þráinn er á réttri leið
Freisting.is fékk boð um að koma á Hótel Sögu, Grillið, tilefnið var að Akademian og Þráinn Freyr Vigfússon, næsti Bocuse d´Or keppandi fyrir Íslands hönd, voru að kynna sig og fiskrétt Þráins í leiðinni.
Margt var um manninn, helstu birgjar sem veita verkefninu stuðning auk blaðamanna.
Friðrik Sigurðsson stiklaði á stóru um sögu keppninnar og umfang en eins og þeir sem til þekkja þá er verkefnið og sýningin í kringum keppnina risavaxinn (SHIRA).
Þráinn Freyr hefur sér til aðstoðar tvo nema í matreiðslu þá Atla Þór Erlendsson og Tómas Inga Jórunnarson en auk þess einn matreiðslumann, Bjarna Siguróla Jakobsson. Tveir þeirra fara út í keppnina með Þránni. Auk þeirra fer auðvitað Hákon Már Örvarsson, þjálfari og Sturla Birgisson sem er dómari.
Undankeppnin er í Sviss 6. til 8. júní næstkomandi. Aðalhráefnið er kálfakjöt og lúða.
Þema Þráins er hraun og eldgos sem einkennir fiskréttinn og íslenskt birki fyrir kjötréttinn.
Þangað til undankeppnin byrjar hvílir mikil leynd yfir réttum og útliti rétta og var það skýrt tekið fram að myndir af réttinum mættu ekki fara á vefinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux