Bocuse d´Or
Þráinn er á réttri leið
Freisting.is fékk boð um að koma á Hótel Sögu, Grillið, tilefnið var að Akademian og Þráinn Freyr Vigfússon, næsti Bocuse d´Or keppandi fyrir Íslands hönd, voru að kynna sig og fiskrétt Þráins í leiðinni.
Margt var um manninn, helstu birgjar sem veita verkefninu stuðning auk blaðamanna.
Friðrik Sigurðsson stiklaði á stóru um sögu keppninnar og umfang en eins og þeir sem til þekkja þá er verkefnið og sýningin í kringum keppnina risavaxinn (SHIRA).
Þráinn Freyr hefur sér til aðstoðar tvo nema í matreiðslu þá Atla Þór Erlendsson og Tómas Inga Jórunnarson en auk þess einn matreiðslumann, Bjarna Siguróla Jakobsson. Tveir þeirra fara út í keppnina með Þránni. Auk þeirra fer auðvitað Hákon Már Örvarsson, þjálfari og Sturla Birgisson sem er dómari.
Undankeppnin er í Sviss 6. til 8. júní næstkomandi. Aðalhráefnið er kálfakjöt og lúða.
Þema Þráins er hraun og eldgos sem einkennir fiskréttinn og íslenskt birki fyrir kjötréttinn.
Þangað til undankeppnin byrjar hvílir mikil leynd yfir réttum og útliti rétta og var það skýrt tekið fram að myndir af réttinum mættu ekki fara á vefinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla