Starfsmannavelta
Thomas Keller lokar þremur veitingastöðum vegna COVID-19 heimsfaraldursins
Michelin stjörnukokkurinn Thomas Keller tilkynnti fyrir helgi, að einum af hans nýjustu veitingastöðum var lokaður til frambúðar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, veitingastaðinn TAK Room í New York, en staðurinn var formlega opnaðu í fyrra.
Fyrir nokkru lokaði Thomas Keller, Bouchon Bakery við Hudson Yards í New York, sem einnig opnaði formlega í fyrra. Fyrir nokkru var Bouchon Bakery við Rockefeller Center í New York lokað.
Í tilkynningu sagði Thomas Keller m.a.:
„Þessar ákvarðanir voru ekki teknar létt. Miðað við rekstur síðustu fimm mánuði þá var ekki hagkvæmt að halda áfram rekstri.“
Thomas þakkaði starfsfólki, viðskiptavinum og öllum sem að komu TAK Room.
Jarrod Huth var yfirkokkur TAK Room. Jarrod vann sig upp í veitingahúsakeðju Thomas Keller, hóf störf sem uppvaskari árið 2007 á Per Se og var fljótur að komast í kokkastöðu á staðnum sem hann starfaði við til fjölda ára. Vann á French Laundry hjá Thomas Keller í nokkur ár og var síðan boðið starf sem yfirkokkur á TAK Room. Má vænta að honum verði boðið starf af einum af veitingastöðum Thomas Keller.
Myndir: takroomnyc.com
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum