Starfsmannavelta
Thomas Keller lokar þremur veitingastöðum vegna COVID-19 heimsfaraldursins
Michelin stjörnukokkurinn Thomas Keller tilkynnti fyrir helgi, að einum af hans nýjustu veitingastöðum var lokaður til frambúðar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, veitingastaðinn TAK Room í New York, en staðurinn var formlega opnaðu í fyrra.
Fyrir nokkru lokaði Thomas Keller, Bouchon Bakery við Hudson Yards í New York, sem einnig opnaði formlega í fyrra. Fyrir nokkru var Bouchon Bakery við Rockefeller Center í New York lokað.
Í tilkynningu sagði Thomas Keller m.a.:
„Þessar ákvarðanir voru ekki teknar létt. Miðað við rekstur síðustu fimm mánuði þá var ekki hagkvæmt að halda áfram rekstri.“
Thomas þakkaði starfsfólki, viðskiptavinum og öllum sem að komu TAK Room.
Jarrod Huth var yfirkokkur TAK Room. Jarrod vann sig upp í veitingahúsakeðju Thomas Keller, hóf störf sem uppvaskari árið 2007 á Per Se og var fljótur að komast í kokkastöðu á staðnum sem hann starfaði við til fjölda ára. Vann á French Laundry hjá Thomas Keller í nokkur ár og var síðan boðið starf sem yfirkokkur á TAK Room. Má vænta að honum verði boðið starf af einum af veitingastöðum Thomas Keller.
Myndir: takroomnyc.com
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA










