Starfsmannavelta
Thomas Keller lokar þremur veitingastöðum vegna COVID-19 heimsfaraldursins
Michelin stjörnukokkurinn Thomas Keller tilkynnti fyrir helgi, að einum af hans nýjustu veitingastöðum var lokaður til frambúðar vegna COVID-19 heimsfaraldursins, veitingastaðinn TAK Room í New York, en staðurinn var formlega opnaðu í fyrra.
Fyrir nokkru lokaði Thomas Keller, Bouchon Bakery við Hudson Yards í New York, sem einnig opnaði formlega í fyrra. Fyrir nokkru var Bouchon Bakery við Rockefeller Center í New York lokað.
Í tilkynningu sagði Thomas Keller m.a.:
„Þessar ákvarðanir voru ekki teknar létt. Miðað við rekstur síðustu fimm mánuði þá var ekki hagkvæmt að halda áfram rekstri.“
Thomas þakkaði starfsfólki, viðskiptavinum og öllum sem að komu TAK Room.
Jarrod Huth var yfirkokkur TAK Room. Jarrod vann sig upp í veitingahúsakeðju Thomas Keller, hóf störf sem uppvaskari árið 2007 á Per Se og var fljótur að komast í kokkastöðu á staðnum sem hann starfaði við til fjölda ára. Vann á French Laundry hjá Thomas Keller í nokkur ár og var síðan boðið starf sem yfirkokkur á TAK Room. Má vænta að honum verði boðið starf af einum af veitingastöðum Thomas Keller.
Myndir: takroomnyc.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?