Markaðurinn
Þetta er öðruvísi uppskrift og djúsí – Lambahamborgari með halloumi-osti, kryddjurtarmajónesi og gulrótasalati
Nýttu góða veðrið og grillaðu dásamlegan lambahamborgara með halloumi-osti, kryddjurtamajónesi og gulrótarsalati.
Einfaldur og bragðgóður grillborgari úr úrvalshráefnum er frábær hversdagsmatur á fallegum degi.
Hráefni
Kryddjurtarmajónes með sítrónu
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
250 ml majónes
½ hnefafylli basilíka
½ hnefafylli steinselja
1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
2 msk. sítrónusafi
u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
u.þ.b. ⅛ tsk. svartur pipar, nýmalaður
Gulrótarsalat með rauðlauk og sumac
2 gulrætur, skornar í þunnar sneiðar
1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
1 msk. eplaedik
1 tsk. sykur
sjávarsalt, á hnífsoddi
½ – 1 tsk. sumac
Lambahamborgari með halloumi-osti
500 g lambahakk
70 g panko brauðrasp, má nota annað brauðrasp
60 ml mjólk
1 hnefafylli steinselja, söxuð smátt
¾ hnefafylli myntulauf, skorin smátt
1 msk. harissa krydd
1 skalotlaukur, saxaður smátt
1 egg
u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
olía, til steikingar
200 g halloumi-ostur, skorinn í sneiðar
4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt og hituð
Leiðbeiningar
Kryddjurtarmajónes með sítrónu
1 Setjið allt hráefnið í litla matvinnsluvél og maukið þar til allt hefur samlagast vel, bragðbætið með salti og pipar. Kælið þar til fyrir notkun.
Gulrótarsalat með rauðlauk og sumac
2 Setjið allt hráefni í litla skál og hrærið, notið fingurna til að nudda hráefninu vel saman þannig að það dragi í sig edikið og sykurinn leysist upp. Setjið til hliðar þar til fyrir notkun.
Lambahamborgari með halloumi-osti
3 Setjið brauðrasp í stóra skál og hrærið mjólk saman við, látið standa til hliðar í 5 mín. Blandið lambahakki, steinselju, mintu, skalotlauk, ½ tsk. af salti, ¼ tsk. af pipar og eggi saman við blönduna og blandið vel.
4 Passið að hræra ekki of mikið því hamborgararnir gætu orðið seigir. Skiptið blöndunni í fernt og mótið í buff. Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Penslið hamborgarabuffin með olíu.
5 Grillið buffin í u.b.b. 5-7 mín. fyrir medium rare og u.þ.b. 9-11 mín. fyrir medium, snúið buffunum einu sinni við yfir eldunartímann. Takið af hitanum, grillið ostinn í 1-2 mín. á hvorri hlið.
6 Smyrjið hamborgarabrauðin með kryddjurtarmajónesi, leggið salat ofan á botninn ásamt lambabuffi, halloumi-osti og gulrótarsalati, leggið lok ofan á og berið fram með meðlæti að eigin vali.
Mynd: islensktlambakjot.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla