Keppni
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
Síðastliðna helgi fór fram Bartenders’ Choice Awards (BCA) tilnefningar hér á Íslandi og fór viðburðinn fram á Gilligogg. BCA hefur skipað sér sess sem mikilvægur vettvangur á Íslandi, þar sem heiðraðir eru þeir sem skara fram úr í veitinga- og barheiminum og er þetta í sjötta skiptið sem Ísland tekur þátt.
Verðlaunin fagna framúrskarandi barþjónum, veitingastöðum og listinni að gera kokteila sem hefur sett mark sitt á drykkjamenningu landsins. BCA veitir bæði viðurkenningu og innblástur til að lyfta þjónustu og gæðum upp á næsta stig.
Íslensk dómnefnd hefur tilnefnt sína staði/aðila:
Verðunin verða veitt á hátíðarkvöldverði Bartenders’ Choice Awards þann 24. mars í Stokkhólmi, Svíþjóð.
Viðburðurinn fór fram eins og áður segir á Gilligogg þar sem kokteilaunnendur og fagfólk mættu, njóta góðra drykkja og frábærrar stemningar.
Sérfræðingar BCA og kokteilsérfræðingar Gillagogg buðu upp á skemmtilegan kokteilseðil með Diplomático og Thomas Henry.
Diplomático er þekkt vörumerki í Venesúela, en þetta er hágæða romm er framleitt af DUSA, einu stærsta rommframleiðslufyrirtæki í Venesúela.
Thomas Henry mixer drykkirnir eru þekktir fyrir hágæða hráefni, frískandi bragð og fullkomið jafnvægi. Þeir eru sérstaklega hannaðir til að lyfta kokteilum á næsta stig en eru jafnframt ljúffengir einir og sér.
Meðfylgjandi myndir eru frá viðburðinum á Gilligogg og var mjög góð mæting.
Myndir tók Andreas Näslund.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum – Uppfært
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Frétt24 klukkustundir síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu






















