Vertu memm

Markaðurinn

Þessir veitingastaðir hlutu tilnefningu til Íslensku lambakjötsverðlaunin

Birting:

þann

Lamb - Lambakjöt - Lambaréttur

Íslenskt lambakjöt er af mörgum talið hið besta sem fæst

Tilkynnt hefur verið hvaða veitingastaðir eru tilnefndir til Íslensku lambakjötsverðlaunin eða Icelandic Lamb Award of Excellence 2020, en viðurkenningarnar verða afhentar fimmtudaginn 28. maí 2020.

Þetta er í fjórða sinn sem Markaðsstofan Icelandic Lamb veitir þessar viðurkenningar, en þær eru veittar veitingastöðum sem þykja hafa skarað fram úr á liðnu ári í framreiðslu á íslensku lambakjöti.

Eliza Reid, forsetafrú, ávarpar samkomuna og veitir viðurkenningarnar.

Veittar verða viðurkenningar í þremur flokkum; Sælkeraveitingastaðir, Bistro og götumat.

Hér er yfirlit yfir þá veitingastaði sem eru tilnefndir í flokkunum þremur:

Sælkeraveitingastaðir (Fine Dining)
Fiskfélagið
Hótel Geysir
Hver
Geiri Smart
Silfra

Bistro
Forréttabarinn
Heydalur
Kaffi Krókur
Lamb Inn
Mímir

Götumatur (Street Food)
Fjárhúsið
Icelandic Street Food
Lamb street food
Le Kock
Shake and pizza

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið