Keppni
Þessir fimm keppa til úrslita í kokteilkeppni Tipsý og Gray Goose á morgun miðvikudaginn 7. febrúar
Á morgun miðvikudaginn 7. febrúar fer fram úrslitakeppnin í kokteilkeppninni Tipsý og Gray Goose.
Keppnisfyrirkomulagið var þannig að fyrst voru það 150 metnaðarfullar innsendingar af kokteilauppskriftum sem bárust í keppnina, sem er mesta skráning í kokteilkeppni hér á landi sem er vitað um að mati aðstandanda og fróðra aðila í bransanum.
Það voru tólf kokteilar sem komust áfram og var keppt um top 5 sætin í gær, mánudaginn 5. febrúar.
Eins og áður segir, þá fer fram úrslitakeppnin á morgun miðvikudaginn 7. febrúar á veitingastaðnum Tipsý, þar sem eftirfarandi fimm keppa til úrslita:
A Buttery Goose – Jakob Alf Arnarsson, Monkeys
Napóleon Banantarte – Ólafur Andri Benediktsson, Jungle
Le Breakfaste – Martin Cabejsek, Kjarval
L’Onion – Heimir Þór Morthens, Drykk
I’m a crêpe, what the hall am I doin’ here? – Martyn Lourenco, Kol
Auðunn Blöndal er kynnir kvöldsins og meðal dómara er Steindi Jr. Benni B-ruff sér um að þeyta skífum.
Efsta mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







