Keppni
Þessir 10 komust áfram í World Class barþjónakeppninni
World Class keppnin er haldin í fyrsta sinn á Íslandi en þetta er ein stærsta og virtasta barþjónakeppni heims og hefur verið haldin síðan árið 2009. World Class er árleg keppni sem DIAGEO RESERVE heldur og snýst um að finna bestu barþjóna heims en í ár eru keppendur frá yfir 60 löndum.
Keppnin snýst um upplifanir og ástríðu á drykkjarmenningu og kokteilum ásamt því að finna næstu kynslóð barþjóna og nýjustu strauma í “mixology” eða tækni blöndunar.
World Class snýst um að efla samfélag barþjóna og er einungis keppt í lúxusvörum og með hágæða hráefni. Keppnin snýst um samtal við bestu barþjóna heims yfir árið þar sem þeir deila mánaðarlega World Class kokteilum, þekkingu sinni og ástríðu. Þjálfarar og gestabarþjónar eru annað hvort fyrrum sigurvegarar eða frá toppsætum fyrri ára.
DIAGEO RESERVE eru eðalvörur DIAGEO s.s hin margverðlaunuðu Johnnie Walker Blue Label, Gold og Platinum Label, Ketel One, Ron Zacapa, Don Julio, Ciroc og Tanqueray no. Ten.
Í keppninni byrjuðu 32 barþjónar og hér á meðfylgjandi mynd má sjá topp 10 sem komust áfram og munu etja kappi þann 8. júní og einn þeirra fer í lokakeppnina í MIAMI í september.
Fylgist með á facebook síðu World Class
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Valkyrjan lokar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel16 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hverjir skutla matnum þínum heim? Alþjóðleg könnun veitir innsýn í líf og störf sendla sem starfa fyrir Wolt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Sónó flytur út og Plantan flytur inn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður opnar við gömlu höfnina í Reykjavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólaborgarinn seldist upp
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Lagterta – Uppskrift
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum