Íslandsmót barþjóna
Þessi keppa til úrslita á sunnudaginn – RCW: myndir og vídeó
Í gær fóru fram undankeppnir í Íslandsmóti Barþjóna (IBA) og þemakeppni Reykjavík Cocktail Weekend sem að þessu var Whiskey-Diskó.
Hátt í 30 keppendur voru skráðir til leiks og komust 3 keppendur í hvorri keppni áfram í úrslitakeppnina sem fram fer sunnudaginn 4. febrúar n.k. á milli klukkan 14:00 til 16:00 í Gamla Bíó.
Vídeó
Frá keppnunum í gærkvöldi:
Einnig var tilkynnt um hvaða 5 staðir keppa til úrslita í keppninni um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn, en sú keppni fer þannig fram að hver og einn af þeim stöðum sem taka þátt í að tilnefna 1 drykk af sínum RCW seðli til þátttöku.
Þeir keppendur og staðir sem komust áfram voru (raðað eftir stafrófsröð):
Íslandsmót Barþjóna (IBA)
– Árni Gunnarsson (Soho)
– Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn)
– Elna María Tómasdóttir (Nauthóll)
Whiskey Diskó – Þemakeppni
– Hanna Katrín Ingólfsdóttir (Grillmarkaðurinn) – Þema: Green is good
– Helgi Aron Ágústsson (Pablo Discobar) – Þema: Smoky Tony
– Sævar Helgi Örnólfsson (Sushi Social) – Þema: Tony Montana’s Disco
Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn
– Apótek Restaurant
– Geiri Smart
– Út í bláinn
– Sushi Social
– Public House Gastropub
Með fylgja myndir frá gærkvöldi sem að ljósmyndarinn Þorgeir Ólafs tók.
Myndir
Myndir: Þorgeir Ólafs

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð