Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Þessi keppa á Norðurlandamóti Vínþjóna á Íslandi – Ekki missa af þessu

Birting:

þann

Norðurlandamót Vínþjóna 2015

Hér eru á ferðinni miklir reynsluboltar í vínþjóna menningunni

Á sunnudaginn 11. október næstkomandi verður haldið Norðurlandamót vínþjóna á Hótel Sögu og hefst keppnin klukkan 15.00.

Þetta mót er eitt það sterkasta í evrópu og því kjörið tækifæri til að mæta og sjá þessa frábæru vínþjóna að störfum.

Félagarnir Ástþór Sigurvinsson vínþjónn á Kolabrautinni og Hróðmar Eydal vínþjónn á Vox keppa fyrir hönd Íslands.  Það er Vínþjónasamtök Íslands hefur veg og vanda að undirbúningi keppninnar.

Skráðu þig í þessa veislu

Að keppni lokinni verður blásið til veislu á Mat og Drykk Grandagarði, sem hefst klukkan 18.00 með kynningu og smakki af ýmsum íslenskum drykkjum. Borðhald hefst svo klukkan 20.00, 8 rétta matseðill með áherslu á íslenskt hráefni eins og þeim einum er lagið. Verð fyrir þetta er aðeins á 8.990kr með vínum. Borðapantanir í síma 571-8877 eða á [email protected].

Keppendur

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Helle Hasting frá Noregi

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Henrik Dahl Jahnsen frá Noregi

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Markku Niemi frá Finnlandi

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Heidi Mäkinen frá Finnlandi

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Rune Sauer Sonnichsen frá Danmörku

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Jess Kildetoft frá Danmörku

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Johan Nilsson frá Svíþjóð

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Frida Hansson frá Svíþjóð

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Hróðmar Eydal frá Íslandi

Norðurlandamót Vínþjóna 2015 - Ástþór Sigurvinsson frá Íslandi

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið