Nemendur & nemakeppni
Þessi hrepptu titilinn matreiðslu- og framreiðslunemar ársins 2016

F.v. Gréta Sóley Arngrímsdóttir, Alma Karen Sverrisdóttir, Kristinn Gísli Jónsson og Ásdís Björgvinsdóttir.
Sigursæll hópur, en þau koma til með keppa á Norrænu nemakeppnina í Helsinki í apríl 2017.
Nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu fór fram í Hótel- og matvælaskólanum dagana 16. og 23. nóvember sl. Forkeppni var haldin viku fyrr eða miðvikudaginn 16. nóvember sl. vegna fjölda þátttakenda. Í forkeppninni kepptu 21 um að komast í úrslitakeppnina í matreiðslu þann 23. nóvember sl. en fimm stigahæstu keppendurnir komust áfram í úrslitakeppnina.
Keppendur í matreiðslu áttu að matreiða tvo rétti; fiskrétt og eftirrétt fyrir tvo einstaklinga. Þeir áttu að hanna réttina og öll aðferðafræði og framsetning átti að byggja á klassískum aðferðum og næringarfræðilegum áherslum.
Í framreiðslu fólst keppni nemanna í því að dekka upp fjögurra rétta kvöldverðaborð með vínum fyrir tvo gesti; í blöndun drykkja; í servéttubrotum og ýmsum fagbóklegum þáttum.
Í matreiðslu voru hæst þau Ásdís Björgvinsdóttir, nemi á Sjávargrillinu. Meistari hennar er Gústav Axel Gunnlaugsson og Kristinn Gísli Jónsson nemi á Bláa lóninu. Meistari hans er Ingi Þórarinn Friðriksson.

Gréta Sóley Arngrímsdóttir og Alma Karen Sverrisdóttir. Á milli þeirra er Sigrún Þormóðsdóttir meistarinn þeirra.
Í framreiðslu voru hæstar þær Alma Karen Sverrisdóttir nemi á Icelandair Hótel Natura og Gréta Sóley Arngrímsdóttir nemi á Icelandair Hótel Natura. Meistari þeirra er Sigrún Þormóðsdóttir.
Að nemakeppninni standa Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, Matvæla- og veitingafélag Íslands, MATVÍS og Hótel- og matvælaskólinn í Kópavogi.
Sigurvegararnir keppa fyrir hönd Íslands í Norrænu nemakeppninni sem fer fram í Helsinki dagana 21. og 22. apríl 2017.
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum