Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þessi hátíð er klárlega ein af þeim skemmtilegri
Næstkomandi helgi, 30.september og 1. október, í Hveragerði fer fram í þriðja sinn Bjórhátíð Ölverk. Í heildina hafa 35 bjór-, áfengi-, og matvælaframleiðendur boðað komu sína á ´heitustu´ bjórhátíð Íslands en líkt og áður þá fer hátíðin fram í heitu gróðurhúsi og búast má við góðri suðrænni stemningu á hátíðinni.
Af þeim 35 framleiðendum sem hafa staðfest komu sína þá koma 33 frá Íslandi, einn frá Færeyjum ( Föroya Bjór ) og einn frá Bretlandi ( Beavertown ).
Hressir dans tónar verða í gróðurhúsinu alla helgina en Gosi, DJ Atli Kanill, Herbert Guðmundsson, DJ Gunni Ewok, FM Belfast ( dj sett ), Blaz Roca, Sykur og DJ Yamaho munu stíga á stokk.
Elvar Þrastarson, brugg-, pizzumeistari og eigandi Ölverk, hefur sett saman sérstaka Ölverk bjór hátíðarrétti sem verða til sölu á bjórhátíðinni.
Miðasala fer fram á tix.is en gróðurhúsið opnar fyrir armbands gestir föstudaginn 30. sept kl 17:00 og laugardaginn 1. okt frá kl 16:00.
Eftir 20:00 báða dagana þá hefst tónlistarveislan og stendur til 01:00.
Þeir sem ekki ná armbandi á sjálfa bjórhátíðina geta samt sem áður borgað sig sérstaklega inn í gróðurhúsið eftir klukkan 21:30 bæði kvöldin.
Heildarlisti framleiðenda á Bjórhátíð Ölverk 2022:
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum