Freisting
Þér er boðið á kynningu á bjórnum Vatnajökli
Úr þessum fallegu klökum verður bruggaður bjór
Þér er boðið á kynningu á sérstöðu bjórnum Vatnajökli á veitingahúsinu Dill, laugardaginn 17 júlí nk., kl. 17.00. Boðið verður upp á smökkun á Vatnajökli með meðlæti úr Ríki Vatnajökuls framreiddu að hætti Dill-verja.
Guðmundur Gunnarsson frá Matís og Valgeir Valgeirsson frá Ölvisholt Brugghús munu lýsa tilurð og einkennum bjórsins.
Vatnajökull Bjór bruggaður úr ísjökum úr Jökulsárlóni.
Nýlega hófst sala á afar sérstæðum bjór á Suðausturlandi. Bjórinn sem hlotið hefur nafnið Vatnajökull er einmitt bruggaður úr ísjökum úr Vatnajökli sem teknir eru úr Jökulsárlóni.
Unnið er að nákvæmri aldursgreiningu á vatninu en gert er ráð fyrir að það sé á bilinu 600-1000 ára gamalt.
Til að tryggja hreinleika vatnsins eru ísjakarnir fluttir í heilu lagi frá Jökulsárlóni í Ölvisholt brugghús sem sér um lögun á bjórnum. Til að undirstrika enn fremur sérstöðu bjórsins hefur bruggmeistari Ölvisholts kryddað bjórinn upp með blóðbergi sem vex í skjóli jökla á Suðausturlandi. Bjórinn hefur því sérstöðu á heimsvísu þar sem hann er bruggaður úr jökulís sem er árhundruða gamall.
Um er að ræða sérstöðu-bjór sem bruggaður verður í takmörkuðu magni og eingöngu fáanlegur á vínveitingarstöðum innan klasasamstarfsins Ríki Vatnajökuls. Markmið klasans er meðal annars að stunda vöruþróun þar sem tengd er saman ferðaþjónusta og matvælaframleiðsla. Bjórinn Vatnajökull er mjög gott dæmi um slíkt verkefni.
Vatnajökli er ætlað að höfða til ferðamanna í Ríki Vatnajökuls með sterkri upplifunartengingu.
Þannig geta ferðamenn ekki eingöngu notið Vatnajökuls í útsýni og afþreyingu heldur gefst nú tækifæri á að setjast niður í eftir góðan dag og upplifa Vatnajökul með braglaukunum.
Vatnajökull er vöruþróunarverkefni sem hefur verið unnið í nánu samstarfi Starfstöðvar Matís ohf á Höfn, Ölvisholts brugghúss, Ríki Vatnajökuls og Dimms ehf. Verkefnið var styrkt af þróunarverkefninu Krásum sem stýrt er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofu, segir í fréttatilkynningunni.
Mynd af Facebook síðu: Matvæli í Ríki Vatnajökuls, matarupplifun úr hafi og haga

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars