Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Það voru miklir fagnaðarfundir hjá þremur heiðursfélögum KM

Birting:

þann

Lárus Loftsson, Ib Wessman og Hilmar B. Jónsson

Lárus Loftsson, Ib Wessman og Hilmar B. Jónsson

Þrír heiðursfélagar Klúbbs Matreiðslumeistara hittust á Norrænu kokkaþingi í Þrándheimi í Noregi í síðustu viku.

Það voru miklir fagnaðarfundir, Lárus Loftsson, Ib Wessman og Hilmar B. Jónsson.

Ib og Hilmar voru aðal sprauturnar í að stofna Klúbb Matreiðslumeistara árið 1972. Þarna voru haldnar fjórar keppnir, þrjár í matreiðslu og ein í þjónustu.

Frábær NKF ráðstefna í Hell Hótelinu í Noregi.

Hilmar hefur unnið við matreiðslu í 54 ár. Hann vann sem kokkur á Hótel Loftleiðum í 15 ár, 4 ár sem kokkur og 11 ár sem veitingastjóri. Stofnaði tímaritið Gestgjafann og rak í 8 ár ásamt eiginkonu sinni Elínu Káradóttur. Stofnaði Matreiðsluskólann Okkar í Hafnarfirði og rak í 3 ár, vann í Bandaríkjunum í 22 ár fyrir Icelandic Seafood, var opinber matreiðslumaður Frú Vigdísar Finnbogadóttur Forseta Íslands í 12 ár, sá um Íslandskynningar fyrir Útflutningsráð og ferðamálaráð í 30 ár, var varaforseti Alheimssamtaka Matreiðslumanna í 5 ár, var einn af stofnendum Klúbbs Matreiðslumanna 1972 og er nú ellismellur á Spáni síðan 2019. Hægt er að hafa samband við Hilmar á netfangið: [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið