Íslandsmót barþjóna
Það er loksins komið að þessu, skráning veitingahúsa- og skemmtistaða fyrir Reykjavík Cocktail Weekend er hafin
Reykjavík Cocktail Weekend snýr aftur í sinni fyrri dýrð!
Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu hátíð í samstarfi við helstu vínbirgja, veitingahús og skemmtistaði Reykjavíkur dagana 29. mars – 02. apríl 2023.
Hátíðin hefst formlega á miðvikudeginum 29. mars með opnunarhófi og stendur til sunnudagsins 2. apríl þar sem henni lýkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna, þema keppni og keppni milli veitingastaða um RCW drykk ársins 2023. Vínkynningar birgja verða á sínum stað á fimmtudeginum 30. Mars, en þá fer einnig fram forkeppni í Íslandsmóti barþjóna og þema keppni.
Þetta árið verður hátíðin enn glæsilegri því Barþjónaklúbbur Íslands fagnar 60 ára afmæli.
Opnað hefur verið fyrir skráningu og hefur verið sett af stað ,,early bird‘‘ tilboð fyrir þá staði sem skrá sig fyrir 1. mars. Kostnaður fyrir þá sem skrá sig fyrir þann tíma er 35.000 kr. Eftir þann tíma fer gjaldið upp í 50.000 kr. Skráningarfrestur RCW er til 15. mars.
Innifalið í þátttöku RCW er nafn staðarins á öllum kokteila seðlum sem dreift verða á alla bari og veitingahús sem taka þátt. Einnig fá þátttakendur sýnileika í auglýsingum í kringum hátíðina og möguleika á því að halda sérstaka viðburði með samstarfsaðilum.
Til þess að skrá sig þarf hver staður að útbúa 5 kokteila seðil með vörum frá að minnsta kosti 5 samstarfsaðilum hátíðarinnar sem þarf að skila inn ekki seinna en 15. mars.
Samstarfsaðilar RCW þetta árið eru:
Mekka Wines & Spirits, Globus, Innnes, Ölgerðin Egill Skallagrímsson svo fátt eitt sé nefnt.
Barþjónaklúbburinn sér svo um að prenta út seðlana og koma þeim á viðeigandi staði.
Hver staður þarf svo að tilnefna 1 kokteil af seðlinum til þess að keppa um Reykjavík Cocktail Weekend drykk ársins en hann verður dæmdur af sérstakri dómnefnd sem mun labba á milli staða á miðvikudeginum 29. mars. Eftir það komast 4 áfram sem munu keppa í úrslitum á sunnudeginum 2. apríl þar sem sigurvegarinn hreppir titilinn Reykjavík Cocktail Weekend drykkur ársins.
Skráningaform
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó







