Reykjavík Cocktail Weekend
Það bíða allir eftir þessari hátíð – Skráning er hafin
Skráning í Reykjavík Cocktail Weekend fyrir veitingahús og bari er farin af stað!
Stærsta kokteilahátið Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend fer fram dagana 3.- 7. apríl 2024! Yfir 30 barir og veitingahús hafa tekið þátt síðustu ár og er stefnt að enn meiri fjölda þetta árið.
Skráðu staðinn þinn HÉR!
Hver staður skilar inn sér útbúnum kokteilaseðli með að minnsta kosti 5 drykkjum, sem innihalda vörur frá að minnsta kosti 5 samstarfsaðilum RCW. Við hvetjum þó staði til þess að hafa vörur frá þeim öllum.
Kostnaður fyrir þátttöku í RCW 2023 fyrir hvern stað er 70.000 krónur. Þeir staðir sem skrá sig og senda inn kokteilaseðil á réttum tíma fá 20.000 kr. afslátt og dettur því kostnaðurinn niður í 50.000 kr.
- Skráningarfrestur er til 6. mars.
- Skilafrestur kokteilaseðils er til 20. mars
Smelltu hér að neðan til að sjá allar upplýsingar og reglur sem fylgja þátttökunni.
Upplýsingar fyrir staði vegna Reykjavík Cocktail Weekend 2024
Samstarfsaðilar RCW 2024 eru:
● Globus
● Innnes
● Mekka Wines & Spirits
● Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Svo fátt eitt sé nefnt.
Skráðu staðinn þinn HÉR!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt16 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






