Áhugavert
Texture hlýtur Michelin stjörnu
Það var stór dagur fyrir íslenska matreiðslumenn síðastliðinn föstudag, þegar 2010 listinn, guide Michelin fyrir England, Skotland og Írland var kynntur.
Texture í London veitingastaður þeirra Agnars Sverrissonar og Xavier Rousset hlotnaðist sá heiður að fá 1 Michelin stjörnu í 2010 útgáfunni sem var gerð opinber síðastliðinn föstudag eins og áður segir.
Má geta þess að Agnar Sverrisson var gestakokkur á síðasta galadinner Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldinn var í Turninum laugardaginn 9. janúar og sá þar um grænmetisréttinn sem samanstóð af vetrargrænmeti með hnetum, rúgbrauðsmold og hundasúrum.
Við á Freisting.is óskum þeim félögum Agnari og Xavier hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur með von um aukinn hróður á næstu árum.
Mynd: texture-restaurant.co.uk
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






