Sverrir Halldórsson
Texture hlýtur Michelin stjörnu
Það var stór dagur fyrir íslenska matreiðslumenn síðastliðinn föstudag, þegar 2010 listinn, guide Michelin fyrir England, Skotland og Írland var kynntur.
Texture í London veitingastaður þeirra Agnars Sverrissonar og Xavier Rousset hlotnaðist sá heiður að fá 1 Michelin stjörnu í 2010 útgáfunni sem var gerð opinber síðastliðinn föstudag eins og áður segir.
Má geta þess að Agnar Sverrisson var gestakokkur á síðasta galadinner Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldinn var í Turninum laugardaginn 9. janúar og sá þar um grænmetisréttinn sem samanstóð af vetrargrænmeti með hnetum, rúgbrauðsmold og hundasúrum.
Við á Freisting.is óskum þeim félögum Agnari og Xavier hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur með von um aukinn hróður á næstu árum.
Mynd: texture-restaurant.co.uk

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu