Vertu memm

Markaðurinn

Telma ráðin COO hjá SalesCloud

Birting:

þann

Telma Eir Aðalsteinsdóttir - SalesCloud

Telma Eir Aðalsteinsdóttir

Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin COO hjá SalesCloud og hefur hún þegar hafið störf. Telma mun bera ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins, mannauðsmálum og upplýsingagjöf til stjórnar.

Telma starfaði áður sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Félags viðskipta- og hagfræðinga ásamt því að sinna stjórnarsetu. Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Eiginmaður Telmu er Eyþór Mar Halldórsson og eiga þau einn son.

Telma Eir Aðalsteinsdóttir, COO hjá SaleCloud:

„Það er einstaklega spennandi að ganga til liðs við SalesCloud á þessum tímapunkti þegar fyrirtækið er að ganga í gegnum mikinn vöxt.

Ég þekkti félagið vel frá sjónarhóli viðskiptavinar og vissi að vörur félagsins bjóða upp á fjölmarga möguleika þegar kemur að greiðslulausnum en það er mjög gaman að kynnast félaginu upp á nýtt innan frá og þá sérstaklega að komast að því hversu ríkt það er af mannauði.

Næstu mánuðir verða viðburðaríkir hjá SalesCloud þar sem fjölgun í starfsliði, aukið vöruúrval og sókn á erlenda markaði munu spila lykilhlutverk“.

Helgi Andri Jónsson, CEO hjá SalesCloud:

„Ég er mjög stoltur af því að fá Telmu inn í teymið. Á skömmum tíma hefur hún þegar haft mjög jákvæð áhrif á teymið og fyrirtækið sjálft. Ég er viss um að við séum mun líklegri til að ná öllum markmiðum okkar með Telmu í stjórnendateyminu.“

SalesCloud tryggði sér fyrr á árinu yfir 500 milljóna króna fjármögnun frá SaltPay og hópi íslenskra fjárfesta. Fyrirtækið býður upp á lausnir sem auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að auka sölu í verslunum og á netinu, með öflugu sölukerfi í skýinu, sem hefur innbyggðar lausnir á borð við kassakerfi, vefsölu í gegnum heimasíður, bókanir og sjálfsafgreiðslu – svo eitthvað sé nefnt.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið