Markaðurinn
Telma ráðin COO hjá SalesCloud
Telma Eir Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin COO hjá SalesCloud og hefur hún þegar hafið störf. Telma mun bera ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins, mannauðsmálum og upplýsingagjöf til stjórnar.
Telma starfaði áður sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Félags viðskipta- og hagfræðinga ásamt því að sinna stjórnarsetu. Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Eiginmaður Telmu er Eyþór Mar Halldórsson og eiga þau einn son.
Telma Eir Aðalsteinsdóttir, COO hjá SaleCloud:
„Það er einstaklega spennandi að ganga til liðs við SalesCloud á þessum tímapunkti þegar fyrirtækið er að ganga í gegnum mikinn vöxt.
Ég þekkti félagið vel frá sjónarhóli viðskiptavinar og vissi að vörur félagsins bjóða upp á fjölmarga möguleika þegar kemur að greiðslulausnum en það er mjög gaman að kynnast félaginu upp á nýtt innan frá og þá sérstaklega að komast að því hversu ríkt það er af mannauði.
Næstu mánuðir verða viðburðaríkir hjá SalesCloud þar sem fjölgun í starfsliði, aukið vöruúrval og sókn á erlenda markaði munu spila lykilhlutverk“.
Helgi Andri Jónsson, CEO hjá SalesCloud:
„Ég er mjög stoltur af því að fá Telmu inn í teymið. Á skömmum tíma hefur hún þegar haft mjög jákvæð áhrif á teymið og fyrirtækið sjálft. Ég er viss um að við séum mun líklegri til að ná öllum markmiðum okkar með Telmu í stjórnendateyminu.“
SalesCloud tryggði sér fyrr á árinu yfir 500 milljóna króna fjármögnun frá SaltPay og hópi íslenskra fjárfesta. Fyrirtækið býður upp á lausnir sem auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að auka sölu í verslunum og á netinu, með öflugu sölukerfi í skýinu, sem hefur innbyggðar lausnir á borð við kassakerfi, vefsölu í gegnum heimasíður, bókanir og sjálfsafgreiðslu – svo eitthvað sé nefnt.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu