Markaðurinn
Tékklisti kokksins
Nokkur atriði sem hjálpa matreiðslufólki í átt að sjálfbærara eldhúsi
1. Veldu samstarfsaðila vel
Veldu vörur og hráefni frá birgjum og samstarfsaðilum sem koma í endurunnum og/eða endurvinnanlegum umbúðum. Knorr leggur mikla áherslu á að umbúðirnar sínum séu endurvinnanlegar.
2. Sparaðu orku, tíma og peninga
Margt smátt gerir eitt stórt. Sparaðu orku í eldhúsinu með því að nota lok á pottinn, nota rétta stærð af pottum og pönnum og slökkva á ofninum þegar hann er ekki í notkun. Með því að leyfa hráefni að þiðna „náttúrulega“ og fara sparlega með hráefni nærðu að minnka matarsóun. Þetta skiptir allt máli til lengri tíma.
3. Pantaðu skynsamlega
Skilvirk birgðarstýring dregur úr kostnaði. Auðvitað þarf að nýta geymslupláss sem best, við viljum forðast að sitja uppi með of miklar birgðir og þurfa að henda mat. Best er að hugsa fram í tímann og versla við áreiðanlegan birgja. Við viljum viðhalda jafnvægi í innkaupa- og birgðastýringunni.
4. Legðu áherslu á líffræðilegan fjölbreytileika
Matarræði okkar er einhæft, við borðum mikið af því sama og frá sömu framleiðendunum. Þetta gerir umhverfið viðkvæmt fyrir þurrkum og loftlagsbreytingum. Í skýrslunni Future 50 Foods frá Knorr getur þú fengð innblástur fyrir fjölbreyttum hráefnum sem gefa þínum uppskriftum nýtt bragð eða áferð.
5. Plantbased réttir eru uppskrift að árangri
Með því að draga úr neyslu og notkun á kjöti drögum við úr þeim kolefnum (CO2) sem til þarf í framleiðslu á kjöti. Við hvetjum þig til að skoða vörur á borð við þær sem koma frá The Vegeterian Butcher fyrir plantbased uppskriftir.
6. Endurvinnum – fyrir framtíðina
Að flokka plast, pappa og lífrænt þarf ekki að vera flókið! Pössum að úrgangurinn skili sér á réttan stað í endurvinnslunni eða urðun.
7. Höfum hátt um grænu skrefin
Græn skref fyrirtækja skiptir neytandann meira og meira máli. Hægt er að vekja athygli á grænu skrefum veitingastaða á matseðlinum, í biðrýmum, á heimasíðunni og samfélagsmiðlum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt18 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






