Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Svona lítur matseðillinn út hjá nýjum rekstraraðilum Braggans

Birting:

þann

Bragginn - Matseðill 2019

Bragginn opnaði aftur fyrir stuttu og var það fyrirtækið NH100 ehf. sem tók við veitingarekstri í Bragganum, en þá hafði staðnum verið lokaður undanfarnar vikur, eftir að rekstraraðilar Braggans Bar & Bistro sögðu samningi sínum lausum.

Nýju rekstraraðilirnar hafa lagt aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur.

NH100 ehf. er í eigu sömu aðila og hafa séð um rekstur á Nauthóli og matsölunni Málinu í háskólanum, en HR hefur átt í farsælu samstarfi við þau undanfarin ár.

Bragginn - Matseðill 2019

Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu flest allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Að sjálfsögðu er Taco á matseðlinum enda trendið hjá veitingastöðum í dag. Á meðal rétta er kjúklingaborgari, ostborgari, klassíski spænski kartöflurétturinn Patatas Bravas svo fátt eitt sé nefnt.

Bragginn - Matseðill 2019

Ferskir og flottir kokteilar eru í boði eins og sjá má hér að neðan:

Bragginn - Matseðill 2019

Myndir: www.bragginnbar.is

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið