Viðtöl, örfréttir & frumraun
Svona lítur fyrsti síldarrétturinn út sem framreiddur var úr nýju eldhúsi í Salthúsinu
Nú í vikunni var fyrsti síldarrétturinn framreiddur úr nýju eldhúsi í Salthúsinu á Siglufirði. Sænski síldarkokkurinn Ted Karlberg dvelur á Siglufirði þessa dagana og aðstoðar starfsfólk Síldarminjasafnsins að setja saman matseðil fyrir síldarkaffihúsið sem senn verður opnað gestum.
- Steikt síld í edik-kryddlegi
- Matjes-síld, harðsoðið egg, laukur, kapers, ferskt dill og íslenskt smjör.
Glöggir muna mögulega eftir glæsilegu síldarhlaðborði sem hann og vinur hans Andreas Almén stóðu fyrir í samvinnu við Síldarminjasafnið á Strandmenningarhátíð sumarið 2018, sjá nánar hér.
Í tilkynningu frá Síldarminjasafninu segir:
„Íslensk síld hefur um áratugi þótt algert lostæti þó við Íslendingar höfum ekki skapað okkur sterka hefð fyrir því að matreiða hana sjálf. Við setjum markið hátt og trúum því að síld verði nýtt uppáhald margra áður en langt um líður.“
- Jóna Guðný Jónsdóttir hefur verið í læri hjá Ted Karlberg, en Jóna mun að hafa yfirumsjón með síldareldhúsinu.
- Ted Karlberg
Myndir: facebook / Síldarminjasafn Íslands
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar










