Viðtöl, örfréttir & frumraun
Svona lítur fyrsti síldarrétturinn út sem framreiddur var úr nýju eldhúsi í Salthúsinu
Nú í vikunni var fyrsti síldarrétturinn framreiddur úr nýju eldhúsi í Salthúsinu á Siglufirði. Sænski síldarkokkurinn Ted Karlberg dvelur á Siglufirði þessa dagana og aðstoðar starfsfólk Síldarminjasafnsins að setja saman matseðil fyrir síldarkaffihúsið sem senn verður opnað gestum.
- Steikt síld í edik-kryddlegi
- Matjes-síld, harðsoðið egg, laukur, kapers, ferskt dill og íslenskt smjör.
Glöggir muna mögulega eftir glæsilegu síldarhlaðborði sem hann og vinur hans Andreas Almén stóðu fyrir í samvinnu við Síldarminjasafnið á Strandmenningarhátíð sumarið 2018, sjá nánar hér.
Í tilkynningu frá Síldarminjasafninu segir:
„Íslensk síld hefur um áratugi þótt algert lostæti þó við Íslendingar höfum ekki skapað okkur sterka hefð fyrir því að matreiða hana sjálf. Við setjum markið hátt og trúum því að síld verði nýtt uppáhald margra áður en langt um líður.“
- Jóna Guðný Jónsdóttir hefur verið í læri hjá Ted Karlberg, en Jóna mun að hafa yfirumsjón með síldareldhúsinu.
- Ted Karlberg
Myndir: facebook / Síldarminjasafn Íslands

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?