Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Svona lítur fyrsti síldarrétturinn út sem framreiddur var úr nýju eldhúsi í Salthúsinu

Birting:

þann

Svona lítur fyrsti síldarrétturinn út sem framreiddur var úr nýju eldhúsi í Salthúsinu - Síldarkaffi - Síldarminjasafnið

Sænski síldarkokkurinn Ted Karlberg

Nú í vikunni var fyrsti síldarrétturinn framreiddur úr nýju eldhúsi í Salthúsinu á Siglufirði. Sænski síldarkokkurinn Ted Karlberg dvelur á Siglufirði þessa dagana og aðstoðar starfsfólk Síldarminjasafnsins að setja saman matseðil fyrir síldarkaffihúsið sem senn verður opnað gestum.

Glöggir muna mögulega eftir glæsilegu síldarhlaðborði sem hann og vinur hans Andreas Almén stóðu fyrir í samvinnu við Síldarminjasafnið á Strandmenningarhátíð sumarið 2018, sjá nánar hér.

Í tilkynningu frá Síldarminjasafninu segir:

„Íslensk síld hefur um áratugi þótt algert lostæti þó við Íslendingar höfum ekki skapað okkur sterka hefð fyrir því að matreiða hana sjálf. Við setjum markið hátt og trúum því að síld verði nýtt uppáhald margra áður en langt um líður.“

Myndir: facebook / Síldarminjasafn Íslands

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið