Keppni
Svona lítur Eftirréttur ársins 2015 út | „..keppnin hefur vaxið ár frá ári og er gæðastaðallinn mjög hár“
Eins og fram hefur komið þá fór fram keppnin Eftirréttur ársins í gær fimmtudaginn 29. október og stóð frá kl. 9:00 – 15.30 á sýningunni Stóreldhús 2015. Að þessu sinni kepptu 40 einstaklingar úr matvælageiranum en um 60 manns settu inn þátttökubeiðni. Úrslit voru kynnt kl. 17:00 í gær.
Sigurvegari keppninnar var Axel Þorsteinsson yfirkonditor á Apótel Restaurant og hlaut að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry á erlendri grundu. Í öðru sæti lenti Denis Grbic matreiðslumaður á Grillinu Hótel Sögu og í þriðja sæti Iðunn Sigurðardóttir matreiðslunemi á Fiskfélaginu. Keppni var hörð og lítill munur á keppendum í efstu sætunum.
Dómarar að þessu sinni voru þau Karl Viggó Vigfússon Omnom sem jafnframt var yfirdómari, Sturla Birgisson Borg Restaurant og Ylfa Helgadóttir Kopar.
Að sögn Karls Viggós hefur keppnin vaxið ár frá ári og er gæðastaðallinn mjög hár. Keppendur leggja mikinn metnað í eftirréttina og var mjótt á munum milli efstu manna. Gaman er að sjá unga og efnilega fagmenn gefa allt í keppnina og greinilegt að áhugi á eftirréttagerð fer vaxandi.
Til gamans má geta að heildverslunin Garri hefur stofnað Instagram síðu þar sem hægt er að fylgjast með daglegum rekstri og ýmsum uppákomum hjá starfsmönnum fyrirtækisins.
Nokkrar myndir af Instagram síðu Garra:
Myndir: Garri heildverslun
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Frétt6 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa