Vertu memm

Frétt

Svona fór kokkaferðalagið til Malasíu fram | Ísland sjöunda besta þjóð heims

Birting:

þann

Global Chefs Challange - Kuala Lumpur í Malasíu - 11. og 12. júlí 2018

F.v. Bjarni Gunnar Kristinsson, Hafliði Halldórsson, Halldór Hafliðason, Lilja Baldursdóttir og Gabríel Kristinn Bjarnason

Eins og fram hefur komið þá kepptu feðgarnir Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason í Global Chefs Challange sem haldin var í borginni Kuala Lumpur í Malasíu 11. og 12. júlí s.l.

Úrslitin fóru svo þannig að í fyrsta sæti var Svíþjóð, í öðru Finnland og í þriðja sæti Noregur. Ísland lenti í 7. sæti en 18 þjóðir tóku þátt í keppninni.

Sjá einnig: Ísland í 7. sæti í Global Chefs Challange

Keppnin var haldin samhliða ráðstefnu Alheimssamtaka Matreiðslumanna. Ráðstefnan samanstendur af rúmlega 100 aðildarríkjum, leiðandi fyrirtækjum og fagmönnum í veitingabransanum, áhugafólki um matarlist, keppni og margt fleira.

Vídeó

Ásamt Bjarna og Gabríel voru með í för þau Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari, sonur Hafliða, Halldór Hafliðason og Lilja Baldursdóttir. Með fylgir myndband frá ferðinni, sjón er sögu ríkari:

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið