Starfsmannavelta
Sveinn Kjartansson hættir á AALTO Bistro í Norræna húsinu – Sveinn: „…nú er komið að þáttaskilum. Mér bauðst heillandi tækifæri…“
„Ég hef staðið vaktina á veitingahúsinu mínu, AALTO Bistro í Norræna húsinu, í rúm fimm ár. Það hefur átt hug minn og hjarta allan tímann. Því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími og gefandi,”
segir Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari í samtali við veitingageirinn.is.
Sveinn hefur vakið hefur mikla athygli fyrir sjónvarpsþætti sína eins og Fagur fiskur og Nautnir norðursins sem hafa verið sýndir á RÚV og á hinum norðurlöndunum.
„En nú er komið að þáttaskilum. Mér bauðst heillandi tækifæri að verða forstöðumaður matar,- og veitingasvið Seðlabanka Íslands og þáði það með þökkum, enda heillandi og spennandi áskorun,”
segir Sveinn og bætir við:
„Það verður tregablandin þáttaskil þegar ég hætti í Norræna húsinu, þessu einstaklega fallega húsi í Vatnsmýrinni og að kveðja allt það frábæra starfsfólk sem þar starfar. Ég er líka afar snortinn yfir því góða starfsfólki sem starfar með mér á AALTO Bistro. Þetta er samhentur hópur sem mun vinna með hjartanu með mér allt til loka ágúst.
Þá mun ég fyrst kveðja þessa perlu hér í Vatnsmýrinni þegar einhver góður veitingamaður kemur og tekur við keflinu af mér.”
Myndir: facebook / Aalto bistro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum