Vertu memm

Food & fun

Sushisamba hlaut verðlaun fyrir Food and Fun kokteil ársins 2014 | Fjórði sigur Sushisamba kominn í hús

Birting:

þann

Frá verðlaunaafhendingunni í Hörpu í gær, f.v. Gunnsteinn Helgi á Sushi Samba og Jón Haukur Baldvinsson verkefnastjóri Food and fun

Frá verðlaunaafhendingunni í Hörpu í gær, f.v. Gunnsteinn Helgi á Sushi Samba og Jón Haukur Baldvinsson verkefnastjóri Food and fun

Sushisamba kokteillinn bar sigur úr bítum á Food and fun hátíðinni og tók höfundur Gunnsteinn Helgi barþjónn á Sushisamba við glæsilegum verðlaunagrip við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær.

Í verðlunadrykknum er reykt te, Reyka vodki, Sake, Te-líkjör, Ponzu, agave síróp, jalapeno.

Þetta er fjórði sigur Sushisamba í kokteilkeppnum frá því að staðurinn opnaði fyrir rúmlega tveimur árum, en í febrúar í fyrra sigraði Gunnsteinn Helgi Absolut Invite keppnina með drykkinn Absolut Amazing. Orri Páll sigraði í Toddý keppnina í nóvember í fyrra með drykkinn Samba te.

Kári á Sushisamba sigraði Vinnustaðakeppnina sem haldin var Samhliða Íslandsmeistaramóti barþjóna á Hilton Hótel Nordica nú í febrúar s.l.

Glæsilegur árangur hjá barþjónunum á Sushisamba.

 

Mynd: af facebook síðu Sushisamba.

Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið