Frétt
Súpurnar að verða klárar
Í kvöld föstudaginn 10. ágúst milli 20.15 og 22.15 geta gestir á Fiskideginum Mikla á Dalvík rölt í rólegheitum um bæinn og ef þeir sjá tvo logandi kyndla í garði eða við hús þá er um að gera að droppa inn og fá að smakka fiskisúpu og njóta þess að spjalla í rólegheitum við gestgjafana og gesti.
Hver og einn er með sína uppskrift af fiskisúpu. Fjölbreyttur matseðill verður á boðstólnum yfir hátíðina sushi, grillaður fiskur, fersk bleikja í rauðrófum og hunangi, ferskur þorskur í kryddjurtum og sítrus, Hríseyjarhvannargrafin bleikja, nýbakað flatbrauð með reyktum laxi, Indverskt rækjusalat og margt fleira.
Særsta pizza landsins verður í boði og er hún 120 tommu pizza og úr hverri pizzu koma 640 sneiðar.
Dagskrá og nánari upplýsingar hér.
Mynd: facebook / Fiskidagurinn mikli
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni4 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






