Keppni
Summertime in London keppir til úrslita í dag…
…ásamt 9 öðrum frambærilegum kokteilum í kokteilakeppni Lyre‘s og Akkúrat á Bingó Drinkery.
Í dag, þriðjudaginn 25. júlí, fer fram kokteilakeppni Lyre‘s og Akkúrat á Bingó Drinkery. Keppnin hefst klukkan 16:00 og gestir eru hvattir til að mæta tímanlega.
Í ár voru sendar inn tæplega 20 metnaðarfullar uppskriftir frá flinkustu barþjónum landsins. Allir kokteilarnir voru algjörlega framúrskarandi og það er gaman að sjá hversu girnilega kokteila er hægt að töfra fram. 10 munu keppa til úrslita seinna í dag.
Með úrvalinu frá Lyre‘s er hægt að búa til yfir 95% af vinsælustu kokteilum í heimi. Lyre‘s býður upp á 14 mismunandi drykki sem hægt er að nota í kokteila þannig að samsetningarmöguleikarnir eru endalausir.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á því að smakka góða kokteila og fylgjast með fagfólki töfra fram geggjaða kokteila, til að mæta á Bingo Drinkery við Skólavörðustíg 8 í dag klukkan 16:00.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






