Keppni
Summertime in London keppir til úrslita í dag…
…ásamt 9 öðrum frambærilegum kokteilum í kokteilakeppni Lyre‘s og Akkúrat á Bingó Drinkery.
Í dag, þriðjudaginn 25. júlí, fer fram kokteilakeppni Lyre‘s og Akkúrat á Bingó Drinkery. Keppnin hefst klukkan 16:00 og gestir eru hvattir til að mæta tímanlega.
Í ár voru sendar inn tæplega 20 metnaðarfullar uppskriftir frá flinkustu barþjónum landsins. Allir kokteilarnir voru algjörlega framúrskarandi og það er gaman að sjá hversu girnilega kokteila er hægt að töfra fram. 10 munu keppa til úrslita seinna í dag.
Með úrvalinu frá Lyre‘s er hægt að búa til yfir 95% af vinsælustu kokteilum í heimi. Lyre‘s býður upp á 14 mismunandi drykki sem hægt er að nota í kokteila þannig að samsetningarmöguleikarnir eru endalausir.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir fyrstu þrjú sætin.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á því að smakka góða kokteila og fylgjast með fagfólki töfra fram geggjaða kokteila, til að mæta á Bingo Drinkery við Skólavörðustíg 8 í dag klukkan 16:00.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé