Vertu memm

Markaðurinn

Sumarleg formkaka – Sítrónu og bláberja formkaka

Birting:

þann

Sumarleg formkaka - Sítrónu og bláberja formkaka

200 g sykur
börkur af einni sítrónu
120 g smjör, brætt
2 egg
½ tsk salt
2 tsk lyftiduft
200 g hveiti
1 dl grísk jógúrt
1 tsk vanilludropar
2 msk sítrónusafi
2,5 dl bláber

Glassúr
2 dl flórsykur
2-3 msk sítrónusafi

Aðferð:

Stillið ofn á 180°c. Setjið sykur í hrærivélarskál og rífið sítrónubörkinn saman við. Nuddið honum létt saman við sykurinn með fingrum. Bræðið þá smjör og blandið saman við sykurinn, hrærið í 3-5 mín saman þangað til að blandan er orðin ljós. Bætið þá eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel.

Bætið þá salt, lyftidufti og hveiti saman við og hrærið. Þá er grísku jógúrtinni, vanilludropum og sítrónusafa bætt við og hrært saman.

Setjið bláberin í skál með smá hveiti og blandið saman með skeið þangað til að berin eru hjúpuð hveiti og bætið þeim saman við deigið og hrærið þeim saman með sleikju.

Setjið bökunarpappír í formkökuform og hellið deiginu í formið. Sléttið úr að því að ofan og setjið inn í ofn og bakið í 55-60 mín.

Gott er að stinga prjón eða hníf í kökuna og þegar prjóninn kemur hreinn út er kakan klár.

Blandið saman flórsykri og sítrónusafa og hellið yfir kökuna þegar hún hefur kólnað lítillega.

Sumarleg formkaka - Sítrónu og bláberja formkaka

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið