Markaðurinn
Sumarið kemur með Hvelli – ný bragðsprengja frá Nóa Síríus
Nói Síríus gladdi sælkera landsins síðasta sumar með Tromp Hvellinum gómsæta þar sem hið ómótstæðilega Tromp er umlukið ljúffengu og krispí mjólkursúkkulaði. Viðtökurnar voru svo góðar að ákveðið var að bæta nýjum Hvelli í fjölskylduna í sumar. Sumar Hvellurinn í ár er Tromp Hvellur með piparfyllingu. Bragðmikil piparfyllingin tónar fullkomlega við sætt súkkulaðið og stökkt krispið fullkomnar svo bragðupplifunina.
„Hvellurinn hlaut svo góðar viðtökur að við fórum strax að velta fyrir okkur nýrri útgáfu af honum,“
segir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus.
„Við erum mjög stolt af nýja Hvellinum sem er fullkomin blanda af sterku, sætu og stökku krispi,“
bætir Alda við og efast ekki um að landsmenn muni taka vel í þessa nýjung sem verður fáanleg í takmörkuðu magni.
Allt súkkulaði frá Nóa Síríus er vottað af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir að kakóhráefnið er ræktað við mannúðlegar aðstæður sem ógna ekki lífríki jarðar. Með því er fyrirtækið hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni kakóræktunar til framtíðar.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






