Viðtöl, örfréttir & frumraun
Súkkulaðikaffihúsið Fríða opnar á ný eftir framkvæmdir
Súkkulaðikaffihúsið Fríða á Siglufirði var lokað í janúar vegna framkvæmda en opnaði að nýju 1. febrúar s.l.
„Já, til að geta boðið upp á vöfflur þurfti ég meira pláss og þess vegna fór ég í þessa viðbót núna,“
segir Fríða í samtali við siglfirdingur.is, en þar á hún við nýtt þjónustuborð að austanverðu í aðalsalnum, sem auðveldar mjög alla afgreiðslu á téðri vöru. Framkvæmdir stóðu að mestu yfir í nóvember en verkið kláraðist fyrir skemmstu. Auk þess var bætt við nýjum kæli.
Súkkulaðikaffihús Fríðu Bjarkar Gylfadóttur að Túngötu 40a á Siglufirði er orðið þekkt kennileiti þar í bæ, þótt ekki séu nema rúm tvö ár síðan það var opnað, eða nánar tiltekið 25. júní 2016.
Sjá einnig: Nýtt kaffihús opnar á Siglufirði með eigin súkkulaðiverksmiðju
Þar hafa frá upphafi verið á boðstólum handgerðir konfektmolar úr úrvalssúkkulaði, belgísku, auk margs annars. Og heimafólk og ferðamenn, innlendir sem erlendir, hafa streymt þangað, auk þess sem hægt hefur verið að panta siglfirska dýrindið í gegnum vefsíðuna frida.is.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á siglfirdingur.is hér.
Mynd: siglfirdingur.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum