Keppni
Suðurlandsborgarinn 2009
Haldin á Vori í Árborg á Gónhól Eyrarbakka 23. maí 2009. Markmið keppninnar er að sýna fram á að allir hamborgarar eru ekki dæmigerðir vegaborgarar. Að hægt sé að nýta Matarkistu Suðurlands til að gera gómsætan hamborgara úr okkar góða hráefni s.s. kjöti, fisk, grænmeti, kryddjurtum, mjólkurvörum ofl.
Að velja á besta hamborgarann úr sunnlensku hráefni í 1.-3. sæti og einnig frumlegasta hamborgarann og þann sunnlenskasta.
Reglur
-
Keppnisrétt hafa allir Sunnlendingar.
-
Hver keppandi má senda tvo hamborgara í keppnina.
-
Skila þarf inn góðri lýsingu/uppskrift og teikningu.
-
Hráefnið á að vera sunnlenskt að eins miklu leyti og hægt er.
-
Keppendur þurfa að elda þrjá hamborgara ( 2 til dómara og 1 til útstillingar) og hafa 20 mínútur til að afgreiða þá.
-
Uppskriftir verð eign Matarklasa Suðurlands.
Dómarar
-
Yfirdómari: Alfreð Ómar Alfreðsson, forseti Klúbbs Matreiðslumeistara.
-
Ísólfur Gylfi Pálmason, hreppstjóri Hrunamannahrepps og orginal Sunnlendingur.
-
Tómas Tómasson, hamborgarakóngur Íslands og eigandi Hamborgarabúllunnar.
Vægi dóma
Uppskrift-teikning 10%
Hér er tekið tillit til uppskriftar og teikningar.
Sköpun 20%
Hér er verið að horfa til hugmyndar og sköpunar réttarins og tengingu við
Suðurland og matreiðsluhefða í héraðinu.
Framsetning 20%
Hér er tekið tillit til framsetningar, litar og samsetningar hráefnis
Bragð 50%
Hér er tekið tillit til þess að bragð sé í samræmi við hráefni og hefðir.
Metið salt,sýra,sæta og remma.
Metin er eldun.
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt1 dagur síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé