Smári Valtýr Sæbjörnsson
Subway á Fitjum stækkar um rúmlega helming
Subway á Fitjum í Reykjanesbæ hefur nú opnað að nýju eftir miklar og gagngerar endurbætur og stækkun. Veitingastaðurinn hefur rúmlega tvöfaldast að stærð, er nú 180 fermetrar og rúmar 65 manns í sæti.
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur, en fréttamaður veitingageirans kíkti á staðinn sem er orðinn bæði stærri og glæsilegri. Subway á Fitjum er orðinn einn af stærstu Subway stöðum landsins.
Í tilkynningu frá Subway segir að stækkunin var liður í að bæta þjónustu á svæðinu og mæta mikilli aukningu á aðsókn.
„Við sjáum aukna aðsókn undanfarna mánuði með auknum straumi ferðamanna til landsins. Margir ferðamenn koma hingað á ferð sinni til og frá Leifstöð. Staðurinn verður opinn allan sólarhringinn. Að auki mun Subway opna glænýjan veitingastað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur innan skamms. Þá verða Subway staðirnir orðnir 24 talsins“
, segir Fríða Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Subway.
Myndir: Subway.is
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt