Smári Valtýr Sæbjörnsson
Subway á Fitjum stækkar um rúmlega helming
Subway á Fitjum í Reykjanesbæ hefur nú opnað að nýju eftir miklar og gagngerar endurbætur og stækkun. Veitingastaðurinn hefur rúmlega tvöfaldast að stærð, er nú 180 fermetrar og rúmar 65 manns í sæti.
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur, en fréttamaður veitingageirans kíkti á staðinn sem er orðinn bæði stærri og glæsilegri. Subway á Fitjum er orðinn einn af stærstu Subway stöðum landsins.
Í tilkynningu frá Subway segir að stækkunin var liður í að bæta þjónustu á svæðinu og mæta mikilli aukningu á aðsókn.
„Við sjáum aukna aðsókn undanfarna mánuði með auknum straumi ferðamanna til landsins. Margir ferðamenn koma hingað á ferð sinni til og frá Leifstöð. Staðurinn verður opinn allan sólarhringinn. Að auki mun Subway opna glænýjan veitingastað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur innan skamms. Þá verða Subway staðirnir orðnir 24 talsins“
, segir Fríða Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Subway.
Myndir: Subway.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays







