Smári Valtýr Sæbjörnsson
Subway á Fitjum stækkar um rúmlega helming
Subway á Fitjum í Reykjanesbæ hefur nú opnað að nýju eftir miklar og gagngerar endurbætur og stækkun. Veitingastaðurinn hefur rúmlega tvöfaldast að stærð, er nú 180 fermetrar og rúmar 65 manns í sæti.
Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarnar vikur, en fréttamaður veitingageirans kíkti á staðinn sem er orðinn bæði stærri og glæsilegri. Subway á Fitjum er orðinn einn af stærstu Subway stöðum landsins.
Í tilkynningu frá Subway segir að stækkunin var liður í að bæta þjónustu á svæðinu og mæta mikilli aukningu á aðsókn.
„Við sjáum aukna aðsókn undanfarna mánuði með auknum straumi ferðamanna til landsins. Margir ferðamenn koma hingað á ferð sinni til og frá Leifstöð. Staðurinn verður opinn allan sólarhringinn. Að auki mun Subway opna glænýjan veitingastað á Laugavegi í miðborg Reykjavíkur innan skamms. Þá verða Subway staðirnir orðnir 24 talsins“
, segir Fríða Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Subway.
Myndir: Subway.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús







