Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sturluð íslensk sviðapizza
Ný pizza hefur litið dagsins ljós hjá Ölverki. Eins og margir hverjir vita þá hefst Þorrinn 21. janúar næstkomandi og að því tilefni ætlar Ölverk í Hveragerði að bjóða upp á sviðapizzu eða eins og staðurinn segir í tilkynningu: sturluð íslensk sviðapizza ala Ölverk.
Hún verður til sölu í afar takmörkuðu upplagi í kringum eða á Bóndadaginn föstudaginn 21.janúar.
Sviðapizzan samanstendur af pizzubotni, rjómaosta-rófustöppu, ferskan mozzarella ost, ruccola, hunangsgljáðum gulrætum, Ölverk bjór (stout) soðinn sviðahaus sem er penslaður með Ölverk Eldtungu Tað BBQ sósu og aukalega BBQ sósa til hliðar við diskinn á aðeins 3150,- krónur.
Mynd: facebook / Ölverk

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús