Markaðurinn
Stóreldhúsið í Höllinni
Stóreldhúsasýningarnar hafa í gegnum árin orðið helsta mót starfsfólks stóreldhúsageirans og birgja er starfa á því sviði. Fyrsta STÓRELDHÚSIÐ var haldið á Grand Hótel 2005 og síðan þá hafa sýningarnar verið haldnar annað hvert ár (nema í Kóvít) og eflst með hverju árinu.
Að sögn Ólafs sýningarstjóra á STÓRELDHÚSIÐ 2024 stefnir í glæsilega sýningu í haust í Laugardalshöllinni .
“Já þetta verður að vanda glæsileg og fjölbreytt sýning. Við höfum fengið afar jákvæð viðbrögð frá birgjum alls staðar að og svo eru nýir aðilar að hafa samband. Mér sýnist að mikil gróska sé á þessu sviði enda stóreldhúsageirinn afar fjölbreyttur. Það er líka sannarlega tilhlökkunarefni fyrir alla sem starfa í geiranum að hittast á einum stað.
Starfsfólk stóreldhúsa og birgjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér á þeim fjölbreyttu sýningum sem fyrirtæki mitt Ritsýn heldur í Laugardalshöllinni. Skemmtilegur og lifandi geiri.”
STÓRELDHÚSIÐ 2024 hefst fimmtudaginn 31. október og lýkur föstudaginn 1. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00.
Sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa enda fagsýning sem er ekki opin almenningi.
Kæra starfsfólk stóreldhúsageirans nú er um að gera að taka dagana frá!
Velkomin á STÓRELDHÚSIÐ 2024
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2024 [email protected] 698 8150
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli1 dagur síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember