Markaðurinn
Stóreldhúsið 2021
Við hjá Ritsýn finnum fyrir miklum áhuga fyrir stórsýningunni STÓRELDHÚSIÐ 2021 sem verður haldin í LAUGARDALSHÖLLINNI í haust. Öll helstu fyrirtæki á stóreldhúsamarkaðnum munu kynna matvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir veitingahúsum, hótelum, gistihúsum, mötuneytum, flotanum og öðrum fyrirtækjum og stofnunum þar sem stóreldhús er að finna. Verður sýningin einstaklega fjölbreytt að vanda.
STÓRELDHÚSIÐ 2021 hefst fimmtudaginn 4. nóvember og lýkur föstudaginn 5. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00.
Sem fyrr verður sýningin í Laugardalshöllinni þar sem er afar gott sýningarhúsnæði og þægileg aðkoma. Allt frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa enda fagsýning sem er ekki opin almenningi. Og nú er um að gera að taka dagana frá.
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2021 [email protected]

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar