Vertu memm

Frétt

STÓRELDHÚSIÐ 2005

Birting:

þann

Stóreldhúsið

Fageldhúsið

Glæsileg sýning og ráðstefna STÓRELDHÚSIÐ 2005 verður  haldin á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK fimmtudaginn 3. og föstudaginn 4. nóvember næstkomandi.

GLÆSILEG SÝNING

Öll helstu fyrirtæki  er þjóna stóreldhúsum  verða með sýningarbása þar sem verða kynntar spennandi vörur og nýjungar. Fyrirtækin munu sýna matvörur,  drykkjarvörur, tæki, búnað og annað er tilheyrir stóreldhúsum. Er ekki að efa að sýningin verður mjög kærkomin þeim sem vinna í stóreldhúsum.

“MAÐUR ER MANNS GAMAN”

 Þá má ekki gleyma því  að “maður er manns gaman” og ætíð fróðlegt og skemmtilegt að hitta fólk sem starfar á sama vettvangi. Hvor sem menn vinna í veitingahúsum, skólaeldhúsum, vinnustaðaeldhúsum, á stofnunum, sjúkrahúsum, hótelum, skyndibitastöðum, í framleiðslueldhúsum eða almennt innan matvælaiðnaðarins. Almenningi er ekki boðið á STÓRELDHÚSIÐ 2005 heldur eingöngu starfsfólki frá ofangreindum vinnustöðum.

TÍMI OG STAÐUR

Ráðstefnan verður haldin eins og áður sagði fimmtudaginn 3. og föstudaginn 4. nóvember 2005 á GRAND HÓTEL REYKJAVÍK. Ráðstefnan hefst kl. 12.00 og stendur til u.þ.b. kl. 18.30 báða dagana.

ÁHUGAVERÐIR FYRIRLESTRAR

STÓRELDHÚSIÐ 2005 býður  einnig upp á  fróðlega og skemmtilega fyrirlestra- og kynningardagskrá sem verður  báða dagana í fyrirlestrasölum. DAGSKRÁIN verður send út er  líður að ráðstefnunni.  Í tilefni af ráðstefnunni verður einnig gefið  út handhægt KYNNINGARRIT sem fer til ráðstefnugesta.

ALLT FRÍTT FYRIR STARFSFÓLKIÐ

Stóreldhúsið 2005 býður öllu starfsfólki stóreldhúsa frítt inn – bæði á sýningu og fyrirlestra. Sjáumst  HRESS – 3. og 4. nóvember næstkomandi!

Dagskrá

Fimmtudagurinn 3. nóvember 2005
Sýningarsvæði opið frá:12.00-18.30

13.00-14.00 Opnun í Hvammi þingsal:  Fyrirlestur í boði – Eldhús – matsalir, Landspítala-    háskólasjúkrahúss

“Spennandi stóreldhús”

Kynning á starfsemi eldhúss LSH, þróun þess og þróun stóreldhúsa á Íslandi. Máttur stóreldhúsa er mikill bæði hvað varðar öryggi, líðan og næringu þeirra fjölmörgu sem daglega nærast á mat framleiddum í einu af hinum  mörgu stóreldhúsum landsins. Spennandi starfsemi og spennandi framtíð í rekstri stóreldhúsa..

Fyrirlesari: Vigdís Stefánsdóttir, næringarrekstrarfræðingur

Vigdís er næringarrekstrarfræðingur frá háskólanum í Gautaborg. Hún hefur unnið ýmis störf  hjá  Eldhús-matsölum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi síðastliðin 5  ár. Hún starfar nú sem þjónustustjóri hjá Eldhús-matsölum.

14.00- 14.30 Í Hvammi þingsal: Fyrirlestur í boði – BAKO ÍSBERG

“Vort daglegt brauð”

Bakstur í stóreldhúsum, einfaldara  en þig grunar.

Fyrirlesari:  Gunnar Örn Gunnarsson, bakarameistari

Gunnar Örn hefur starfað við bakstur frá blautu barnsbeini. Hann nam bakaraiðn í Iðnskólanum í Reykjavík. Gunnar starfaði í nokkrum bakaríum á  7. og 8. áratug síðustu aldar. Síðan 1988 hefur  Gunnar starfað hjá Bako nú BAKO ÍSBERG, við sölu og þróunarmál. Gunnar hefur sótt tugi námskeiða í brauðabakstri á síðustu árum og innleitt fjölda nýjunga á íslenska markaðinn.

14.30-15.00 Í Hvammi þingsal: Fyrirlestur í boði – Ekrunnar

“Notagildi Major krafta og marineringa”

Major kraftar og marineringar hafa verið að ná mikilli útbreiðslu undanfarið. Um er að ræða náttúruleg bragðgæði, salt-lágar vörur sem eru allar án MSG. Vörurnar er hægt að nota í fljótandi formi eða hreinlega með að pensla á hráefnið. Major kraftar eru framleiddir í hátt í 20 bragðtegundum og marineringar eru um 8 talsins.

Fyrirlesari: David Bryant, framkvæmdastjóri Major Inernational í Englandi

Ath. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku en útdráttur á íslensku  fylgir með.

15.00-15.30 Í Hvammi þingsal: Fyrirlestur í boði – MS-MBF

“Markfæði í mötuneytum og stóreldhúsum”

Með orðinu markfæði er átt við sérhönnuð matvæli (svo sem Ab-vörur, LGG, LH, Benecol) sem innihalda eða búa yfir ákveðnum sértækum eiginleikum sem hafa jákvæð áhrif á ákveðna heilsuþætti og heilbrigði. Hverjir eru eiginleikar markfæðisins og hvernig virkar það. Hvernig getur markfæði nýst mötuneytum og stóreldhúsum og fyrir hverja hentar það helst.

Fyrirlesari: Hildur Ósk Hafsteinsdóttir, næringarfræðingur

Hildur Ósk er næringarfræðingur og næringarráðgjafi. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Siena á Ítalíu árið 2002. Hún hefur unnið við næringarráðgjöf við Háskólasjúkrahúsið í Siena og á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Frá áramótum hefur hún starfað fyrir Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins sem skólamjólkurfulltrúi og á Markaðs- og þróunarsviði MS í Reykjavík.
16.30-17.00 Í Hvammi þingsal: Fyrirlestur í boði – Jóhann  Ólafsson  & Co

“Nýjungar í hitamælingum og hitaskráningum”

Fjallað verður um hitamæla almennt, stærðir og gerðir. Kynnt verður nýjung við hitamælingar og skráningar þar sem annars vegar verður notast við lófatölvu og hins vegar þráðlaus hitastigsskráning. Sýnt verður myndband þar sem þráðlaus hitasigsskráning er í notkun hér á landi. Kynnt verður samstarf  Jóhanns Ólafssonar & Co og Samrásar um sölu og þróun á tækjum og hugbúnaði til hitamælinga og skráninga.

Fyrirlesari: Guðlaugur Jónasson, rafmagnsverkfræðingur

Guðlaugur Jónasson er rafmagnsverkfræðingur með mastersgráðu. Hann rekur verkfræðistofuna Samrás sem hefur sérhæft sig í mælitækni síðastliðin 20 ár. Fyrirtækið Samrás var stofnað 1987.

Föstudagurinn 4. nóvember 2005
Sýningarsvæði opið frá: 12.00-18.30

13.00.14.00  Opnun í  Hvammi þingsal: Fyrirlestur í boði –  Rannsóknarþjónustunnar Sýni

“Hvernig fáum við sem flesta í mötuneytið okkar

Fyrirlesturinn fjallar um framboð og á mat og eldunaraðferðir: heitur matur, kaldur matur og salatbarir. Framsetning matar: samsetning, fljölbreytni og útlit. Afslappað andrúmsloft og félagsskapurinn skiptir einnig máli.

Fyrirlesari: Guðrún Adolfsdóttir, matvælafræðingur

Guðrún Adolfsdóttir er matvælafræðingur. Hún starfar sem ráðgjafi hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni.

14.30-15.0     Hvammi þingsal: Fyrirlestur í boði  – Plast Miðar og tæki

“Turbochef ofnar – engum öðrum líkir”

John Gardener, matreiðslumeistari, mun segja frá þeirri tækni sem eldun í Trubochef byggir á sem skýrir hvers vegan réttir úr Turbochef ofnum bragðast svo vel. Turbochef hefur einkaleyfi á þessari tækni sem skýrir hvers vegan Turbochef er engum öðrum ofni líkur. John mun útskýra hvers vegna það er staðföst trú okkar sem höfum kynnst Turbochef að ofnarnir séu besta lausnin fyrir næstum alla matreiðslustaði. Sú staðreynd að þeir eru hraðeldunarofnar án útloftunar er mikill kostur og hámarkar hagnað fyrir næstum alla staði – hvort sem um er að ræða skyndibitastaði eða fínustu veitingahús.

Fyrirlesari: John Gardener, matreiðslumeistari

John Gardener er aðal matreiðslumeistari Turbochef í Evrópu. Hann er 49 ára með mikla reynslu sem matreiðslumeistari. Áður en hann réðist til starfa hjá Turbochef hafði hann ríflega 25 ára fjölþætta starfsreynslu að baki frá því að vera matreiðslumaður upp í að vera rekstrarstjóri á fjögurra störnu hótelum. Hann hefur starfað sem matreiðslumeistari á hótelum í Swiss, á Spáni og í Frakklandi hjá “Le Notre Paris” og hjá Roger Verge í “Moulin de Mougins”. Hefur einnig starfað hjá matvælaframleiðslufyrirtækjum í Evrópu og á Tælandi við þróun tilbúinna rétta. John hóf störf hjá Turbochef 1998 og hefur unnið við mörg stór verkefni eins og hjá Statoil, Albert Hijn og Compass um alla Evrópu. Svæðin sem John ber ábyrgð á fyrir Turbochef eru auk Íslands hin Norðurlöndin, Bretland, Írland, Spánn, Ítalía og að hluta til mið-Evrópa.

Ath.. Fyrirlesturinn er á ensku en útdráttur á íslensku fylgir með.

15.30-16.00   Í Hvammi þingsal:     Fyrirlestur í boði   – Vottunarstofunnar Túns

“Að snúa goðsögn í veruleika: Forsendur lífrænnar veitingaþjónustu á Íslandi”

 Lífrænar afurðir eru framleiddar með aðferðum sem stuða eiga að miklum gæðum hráefna. Vottuð framleiðsla samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er forsenda markaðssetningar slíkra afurða. Veitingaþjónusta á Norðurlöndunum og í Vestur-Evrópu sýnir þessu vaxandi áhuga í verki eftir því sem  matvælaöryggi er ofar á blaði í hugum neytenda. Hér á landi er lífræn veitingaþjónusta tæpast til staðar, og veldur hér  miklu gosögnin um allsherjar hreinleka þess sem íslenskt er. Hvað er til ráða?

Fyrirlesari: Gunnar Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri

Gunnar Á. Gunnarsson er framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns, sem vottar lífrænar afurðir. Hann hefur á  undanförnum árum einnig sinnt verkefnastjórnun, ráðgjöf og stefnumótun á sviði umhverfismála. Gunnar hefur flutt fyrirlestra, annast námskeið og ritað fjölda greina í íslensk og erlend tímarit um umhverfismál og lífræna framleiðslu. Gunnar lauk doktorsprófi frá London School of Economics & Political Science árið 1989.

17.00-17.30   Í Hvammi þingsal: “Óvænt uppákoma!!” – í boði STÓRELDHÚSSINS 2005

Með góðri kveðju Ólafur M. Jóhannesson,  ráðstefnustjóri [email protected]

Fréttatilkynning

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið