Markaðurinn
Stóreldhúsasýningin sló í gegn í Höllinni – Myndir
Sýningin STÓRELDHÚSIÐ 2022 var haldin síðastliðinn fimmtudag 10. og föstudag 11. nóvember í Laugardalshöllinni.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, sýningarstjóra, heppnaðist sýningin einstaklega vel:
“Það var greinilegt að þörfin fyrir að hitta alla úr bransanum og sjá það nýjasta sem birgjar buðu upp á var orðin mikil. Mikill fjöldi mætti og voru gestir einstaklega jákvæðir og áhugasamir. Mjög gaman að vera þarna á svæðinu og sjá hversu ánægt og þakklátt fólk var fyrir að fá boð á sýninguna en við seljum ekki inn á Stóreldhúsið.“
Sýningin hefur verið haldin síðan 2005 og alltaf verið frítt fyrir starfsólk stóreldhúsa. Almenningur er hins vegar ekki boðinn og eru birgjar afar ánægðir með það. Þá má fullyrða að sjaldan hafi verið eins mikið lagt í bása og voru þeir hvor öðrum glæsilegri.
„Ég var líka sérstaklega ánægður með að sjá hversu margir mættu utan af landi. Greinilegt að hótel- og veitingageirin blómstrar á landsbyggðinni sem aldrei fyrr.
Næsta Stóreldhúsasýning verður eftir tvö ár í Höllinni og við finnum að þrátt fyrir allan þennan fjarfundabúnað og netspjall þá er það í eðli mannsins að vilja hitta mann og annan. Og ekki síður þá skiptir það miklu fyrir starfsfólkið að hitta birgjana augliti til auglitis og skoða það sem þeir hafa fram að færa.”
Sagði Ólafur að lokum.
Smellið hér til að skoða fjölmargar myndir frá Jóni Svavarssyni hirðljósmyndara sýningarinnar, þar sem hann fangar vel stemminguna á sýningunni.
Meðfylgjandi myndir eru frá eftirfarandi fyrirtækjum: Ó.Johnson & Kaaber, Sælkeradreifing, Ísam, BAKO Ísberg, Innnes, Ásbjörn Ólafsson ehf., Fastus, GS Import, Progastro, SalesCloud, Stórkaup, Ekran, Garri heildverslun, RMK Heildverslun
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast