Markaðurinn
Stóreldhúsasýning verður í Höllinni
Fyrsta STÓRELDHÚSASÝNINGIN var haldin á Grand Hóteli 2005. Síðan þá hafa sýningarnar verið haldnar annað hvert ár og vaxið og dafnað. Undanfarin ár hafa þær verið í Laugardalshöllinni við bestu skilyrði. Við urðum að fresta sýningunni 2021 en núna er bjartara yfir og stefnir í glæsilega STÓRELDHÚSASÝNINGU 10. og 11. nóvember n.k. Og að sjálfsögðu verður hún haldin í HÖLLINNI.
Sem fyrr er öllu starfsfólki Stóreldhúsa boðið á sýninguna. Hefur starfsfólkið sannarlega kunnað að meta þetta boð og streymt á hverja Stóreldhúsasýningu alls staðar að af landinu.
Birgjar á stóreldhúsasviði hafa ætíð boðið upp á einstaklega glæsilega bása og sýnt að það er mikill þróttur í þessum geira. Er hver sýning einstaklega áhugaverð fyrir Stóreldhúsafólk bæði hvað varðar alls kyns tækjabúnað og veitingavörur hvers konar.
STÓRELDHÚSIÐ 2022 hefst fimmtudaginn 10. nóvember og lýkur föstudaginn 11. nóvember. Sýningin hefst klukkan 12.00 báða dagana og lýkur klukkan 18.00.
Eins og áður sagði er frítt fyrir starfsfólk stóreldhúsa enda fagsýning sem er ekki opin almenningi. Og nú er um að gera að merkja við dagana 10. og 11. nóvember. Og endilega senda áfram ef hentar eða hengja upp á töflu.
Sjáumst öll í haust, Ólafur M. Jóhannesson, sýningarstjóri STÓRELDHÚSIÐ 2022, netfang: [email protected] sími: 698 8150
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti