Keppni
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins

Dómarar í keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 sem fram fór í gær, föstudaginn 28. mars. Þeir lögðu mat á réttina af mikilli fagmennsku og nákvæmni.
Í dag fer fram úrslitakeppnin um titilinn Kokkur ársins 2025 og að þessu sinni fer keppnin fram í verslun IKEA. Keppnin hefst kl. 09:00, en verslun IKEA opnar kl. 11:00 og þá er öllum heimilt að koma og fylgjast með. Einnig verður keppninni streymt í beinni á mbl.is.
Fyrir keppnina hefur IKEA sett upp fimm fullbúin keppniseldhús, sem staðsett eru þar sem gengið er út úr versluninni inn á sjálfsafgreiðslulagerinn. Það er einstakt að fylgjast með starfsfólki IKEA setja upp og taka niður þessi eldhús – þau nálgast verkefnið af mikilli fagmennsku og reynslu, segir í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara.
Forkeppni Kokkur ársins fór fram síðastliðinn fimmtudag og keppa í dag eftirfarandi keppendur:
Wiktor Pálsson – Lola
Ísak Aron Jóhannsson – Múlakaffi
Gunnar Georg Gray – Brut
Gabríel Kristinn Bjarnason – Expert
Hugi Rafn Stefánsson – Fröken Reykjavík
Skylduhráefni dagsins
Í keppninni í dag þurfa keppendur að nota ákveðin hráefni í hvern rétt. Öll hráefnin þurfa að koma fram og njóta sín á loka disknum sem dómnefnd fær til mats. Keppninni lýkur um kl. 16:30 og verðlaunaafhending fer fram í Bjórgarðinum, Fosshótel Reykjavík, kl. 19:00 í kvöld.
Hráefnalisti úrslitakeppni Kokkur ársins 2025:
Forréttur:
Kalkúnalæri
Íslenskur pak choi
Gulrætur
Smjördeig
Aðalréttur:
Skötuselur
Svartrót
Toppkál
Mórelusveppir
Skál/diskur til hliðar
Skötusels kinnar
Feykir ostur
Eftirréttur:
Frosin hafþyrnisber
Cacao Barry Zephyr 35% hvítt súkkulaði með saltkaramellu
Pistasíuhnetumauk (fæst m.a. í Costco)
Fáfnisgras
Keppnin Grænmetiskokkur ársins 2025 fór fram í gær
Föstudaginn 28. mars fór fram keppnin um titilinn Grænmetiskokkur ársins 2025. Fjögur keppendur tóku þátt og elduðu þriggja rétta matseðil fyrir tólf manns. Keppendur höfðu fimm klukkutíma til undirbúnings og voru ræstir með fimm mínútna millibili.
Keppendur í Grænmetiskokkur ársins 2025:
Monica Daniela Panait – Hótel Geysir
Dominika Kulińska – Mötuneyti sveitarfélagsins Stykkishólms
Andrés Björgvinsson – Lux veitingar
Kamil Ostrowski – Brak
Skylduhráefni keppninnar:
Forréttur:
Tómatur
Fennel
Blaðsellerí
Aðalréttur:
Arborio hrísgrjón
Hvítur spergill
Grasker
Eftirréttur:
Basilíka
Jarðaber
Rjómaostur
Úrslit kynnt í kvöld
Úrslit beggja keppna, Kokkur ársins 2025 og Grænmetiskokkur ársins 2025, verða kynnt í kvöld eftir kl. 18:00 í Bjórgarðinum, Fosshótel Reykjavík.
Myndaveisla
Með fylgja myndir sem Mummi Lú tók frá forkeppni Kokkur ársins og keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025, sem fóru fram síðastliðna tvo daga.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt21 klukkustund síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði