Vertu memm

Uppskriftir

Stór rækjubrauðterta

Birting:

þann

Stór rækjubrauðterta

Þessi er léttari en aðrar sem ég hef gert en í hana notaði ég létt majones í staðinn fyrir venjulegt eins og ég geri vanalega.

2 stk Brauðtertu brauð, langskorin
2 stk Stórar dósir af létt majonesi
1 Kíló af rækjum
10 stk af eggjum
1 og hálfa agúrku
4-5 stk tómata
Season All

Skerið skorpuna af brauðinu allan hringinn.

Afþýðið rækjurnar. Sjóðið eggin og kælið.

Hrærið saman majonesinu, rækjunum og eggjunum og kryddið, smakkið til.

Skiljið eftir smá af rækjunum til að nota til skreytingar og af majonesinu til að bera á hliðarnar. Skreytið svo með agúrkunni eftir ykkar hugmyndaflugi eða eins og sjá má á myndinni, tómötunum og rækjunum.

Njótið og deilið með gleði.

Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið