Uppskriftir
Stór rækjubrauðterta
Þessi er léttari en aðrar sem ég hef gert en í hana notaði ég létt majones í staðinn fyrir venjulegt eins og ég geri vanalega.
2 stk Brauðtertu brauð, langskorin
2 stk Stórar dósir af létt majonesi
1 Kíló af rækjum
10 stk af eggjum
1 og hálfa agúrku
4-5 stk tómata
Season All
Skerið skorpuna af brauðinu allan hringinn.
Afþýðið rækjurnar. Sjóðið eggin og kælið.
Hrærið saman majonesinu, rækjunum og eggjunum og kryddið, smakkið til.
Skiljið eftir smá af rækjunum til að nota til skreytingar og af majonesinu til að bera á hliðarnar. Skreytið svo með agúrkunni eftir ykkar hugmyndaflugi eða eins og sjá má á myndinni, tómötunum og rækjunum.
Njótið og deilið með gleði.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is

-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars