Uppskriftir
Stór rækjubrauðterta
Þessi er léttari en aðrar sem ég hef gert en í hana notaði ég létt majones í staðinn fyrir venjulegt eins og ég geri vanalega.
2 stk Brauðtertu brauð, langskorin
2 stk Stórar dósir af létt majonesi
1 Kíló af rækjum
10 stk af eggjum
1 og hálfa agúrku
4-5 stk tómata
Season All
Skerið skorpuna af brauðinu allan hringinn.
Afþýðið rækjurnar. Sjóðið eggin og kælið.
Hrærið saman majonesinu, rækjunum og eggjunum og kryddið, smakkið til.
Skiljið eftir smá af rækjunum til að nota til skreytingar og af majonesinu til að bera á hliðarnar. Skreytið svo með agúrkunni eftir ykkar hugmyndaflugi eða eins og sjá má á myndinni, tómötunum og rækjunum.
Njótið og deilið með gleði.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný