Uppskriftir
Stór rækjubrauðterta
Þessi er léttari en aðrar sem ég hef gert en í hana notaði ég létt majones í staðinn fyrir venjulegt eins og ég geri vanalega.
2 stk Brauðtertu brauð, langskorin
2 stk Stórar dósir af létt majonesi
1 Kíló af rækjum
10 stk af eggjum
1 og hálfa agúrku
4-5 stk tómata
Season All
Skerið skorpuna af brauðinu allan hringinn.
Afþýðið rækjurnar. Sjóðið eggin og kælið.
Hrærið saman majonesinu, rækjunum og eggjunum og kryddið, smakkið til.
Skiljið eftir smá af rækjunum til að nota til skreytingar og af majonesinu til að bera á hliðarnar. Skreytið svo með agúrkunni eftir ykkar hugmyndaflugi eða eins og sjá má á myndinni, tómötunum og rækjunum.
Njótið og deilið með gleði.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






