Smári Valtýr Sæbjörnsson
Stone Brewing kemur til Íslands
Eitt stærsta handverksbrugghús Bandaríkjanna kemur til Íslands í mánuðinum og munu bjórarnir þeirra vera fáanlegir á Íslandi frá og með 26. janúar. Komu Stone Brewing til Ísland verður fagnað með tveimur viðburðum sem engin bjórelskandi manneskja ætti að missa af.
„Við höfum verið full eftirvæntingar að fylgjast með áhuga á handverksbjór vaxa jafnt og þétt í Evrópu“
, sagði Stone stjórnarformaður Stone Brewing og meðstofnandi Greg Koch.
„Við leituðum að dreifingar- og samstarfsaðila sem var reiðubúinn til þess að skuldbinda sig til þess að skila ferskum handverksbjór eins og við bruggum til neytenda. Sömuleiðis viljum við að sá aðili myndi meðhöndla bjórinn okkar eins gætilega og við kjósum að brugga hann. Járn og Gler uppfyllir alla þessa háu staðla.“
Andri Kjartansson frá Járn og Gler sem eru dreifingaraðili Stone Brewing á Íslandi, segir:
„Við erum mjög glaðir að hafa fengið tækifæri á að selja Stone bjóra til okkar kúnna. Við höfðum fyrst samband við Stone þegar við vorum að byrja að flytja inn bjór árið 2011. A þeim tíma höfðu þeir ekki tök á að flytja bjór úr landi en með tilkomu Stone Berlin hafa þeir nú tækifæri á að dreifa bjórnum um Evrópu sem er frábært enda frammúrskarandi brugghús.“
Nokkrir af kjarnabjórum Stone Brewing
- Stone IPA – This is the iconic West Coast style IPA that launched generations of hop fanatics.
- Stone Ruination Double IPA – Big, bold, bitter and hugely aromatic. A liquid poem to the glory of the hop.
- Stone Cali-Belgique IPA – California meets Belgium. Tropical fruit with hints of banana and clove complement the clean hop bitterness of Stone’s flagship IPA thanks to a special Belgian yeast strain.
- Stone Go To IPA – The hop-heavy IPA for the everyday. It delivers all the citrus, peach, melon and pine flavors of a much bigger and stronger IPA.
- Stone Xocoveza – Our deliciously distinctive, winter-spiced mocha stout – harmoniously balanced with cocoa, coffee, peppers, vanilla, cinnamon, nutmeg and milk sugar.
- Arrogant Bastard Ale – The infamous, one-of-a-kind, groundbreaking beer. You’re Not Worthy.
KEX Hostel
Dagsetning: 26. janúar 2017
Tímasetning: 17:00 til 19:00 í Gym & Tonic á KEX Hostel
Forsvarsfólk á vegum Stone Brewing kynna brugghúsið fyrir gestum og veita leiðsögn í gegnum fimm framúrskarandi bjóra. Gastrópöbb KEX Hostel, Sæmundur í Sparifötunum, mun bjóða uppá bjórvæna rétti.
Boðið verður uppá eftirfarandi bjóra:
- Go To IPA – session IPA
- Stone IPA
- Arrogant Bastard
- Ruination DIPA
- Russian Imperial Stout
Það eru einungis fimmtíu miðar í boði.
Miðar seldir á Kexland.is
Verð 4.900 krónur
Stone Brewing yfirtaka á Mikkeller & Friends
Dagsetning: 26. Janúar 2017
Tímasetning: 20:00 til 01:00 á Mikkeller & Friends Hverfisgötu 12.
Dælurnar á Mikkeller & Friends verða tengdar við bjóra frá Stone Brewing og mun forsvarsfólk frá brugghúsinu verða á svæðinu og tiltæk í spjall.
Á dælum verða eftirfarandi bjórar:
- Stone Go to IPA
- Stone IPA
- Stone Ruination DIPA
- Stone Arrogant Bastard
- Stone Xocoveza
- Stone Ecore Anniversary 6th
- Stone Citrusy Wit
- Stone Americano Stout
- Stone Russian Imperial Stout
- Stone Arrogant Bastard – Bourbon barrel aged
- Stone Encore Vertical Epic 020202 2016
- Stone Stochast Father Elder
- Stone Coffee Milk Stout
- Stone DB
- Stone Cali Belgique IPA
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi