Uppskriftir
Stökkustu kjúklingalærin elduð í ofni
Það er smá kúnst að ná kjúklingi stökkum í ofni. Minn lang uppáhalds partur af kjúklingnum er úrbeinuðu lærin. Þau eru svo djúsí og verða sjaldan þurr. Ég er búin að stúdera hvernig er best að gera þau í ofni þannig að þau verði stökk að utan og safarík að innan og langar að deila því með ykkur.
Númer eitt tvö og þrjú er að þerra allan vökva vel af lærunum.
Ég legg þau á eldhúspappír og leyfi þeim að dóla þar alveg í góðan tíma. Sný þeim svo við og þerra vel báðum megin. Svo raða ég þeim á ofnskúffu með smjörpappír á.
Hita ofninn upp í 220°c.
Pensla þurru lærin með ólífuolíu og krydda með hvítlauk, papriku, oregano, salti og pipar. Mér finnst það frábær blanda til að setja á kjúkling. Svo elda ég lærin inni í rjúkandi heitum ofninum í 35 mínútur án þess að snúa honum eða opna ofninn. Einfalt og sjúklega gott.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars