Viðtöl, örfréttir & frumraun
Stofnfundur SFV verður haldinn 2. júní á Grand hótel
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) – Tilkynning
Þér er hér með boðið til stofnfundar SFV sem verður haldinn 2. júní klukkan 15 á Grand Hótel (salur: Hvammur á jarðhæð).
Loksins er leiðin greið og við viljum hvetja ykkur til að mæta, það skiptir okkur öllu máli að fá góðan fjölda á fyrsta fund til að virkja samtakamáttinn !
Það verður líka hægt að taka þátt í gegnum Teams (sendið okkur nafn, fyrirtæki og netfang) en það er okkar einlæga von að sem flestir láti sjá sig.
Hvort sem ykkur hentar, vinsamlegast látið okkur vita um þátttöku til að tryggja rétta stærð á fundarsal.
Hér er hægt að sjá hér drög að stofnsamþykktum.
Dagskrá fundarins:
- Ávarp fulltrúa undirbúningshóps
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Stofnsamþykktir bornar upp til samþykktar
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar
- Kjör endurskoðanda
- Önnur mál
Sem fyrr þá köllum við eftir framboðum til formanns og stjórnar, þau fyrirtæki sem mæta munu teljast stofnfélagar samtakanna og hvert fær eitt atkvæði til umráða.
Það er ýmislegt sem þarf að ræða en eitt er aðildargjald að samtökunum. Það mun verða ákveðið af nýrri stjórn en undirbúningshópurinn telur mikilvægt að því sé mjög stillt í hóf.
Mögulega að það séu þrjú bil sem eru veltutengd; 5.000 kr á mánuði, 25.000 kr á mánuði og 50.000 kr á mánuði.
Að okkar mati vantar samtökin aðallega talsmann/lobbíista og þá teljum við mikilvægt að félagsmenn hafi aðgang að lögfræðiráðgjöf tengda vinnumarkaðsmálum.
Gjöldin þurfa að standa undir þessum liðum.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja
Birgir Örn
Hrefna
Emil
Björn
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins