Viðtöl, örfréttir & frumraun
Stofnfundur Jafnréttisfélags Veitingafólks var haldinn á Reykjavík Marina
Stofnfundur Jafnréttisfélags Veitingafólks var haldinn á Reykjavík Marina, Mýrargötu 2, Reykjavík.
Á fundinum var lagt fram frumvarp að stofnsamningi og drögum að samþykktum félagsins. Stofnsamningur var kynntur og síðan borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Þá var kosning í trúnaðarstöður hjá félaginu.
- Ólöf Helga Jakobsdóttir
- Elenora Rós Georgdóttir
- Sigrún Skaftadóttir
- Katla Gunnarsdóttir
Í stjórn félagsins náðu kjöri:
Formaður: Ólöf Helga Jakobsdóttir
Varaformaður: Elenora Rós Georgdóttir
Gjaldkeri: Sigrún Skaftadóttir
Ritari: Katla Gunnarsdóttir
Ákveðin dagsetning fyrir framhaldsstofnfund, er þriðjudagurinn 17. september 2024 kl. 15.00.
Nýkjörinni stjórn var falið að tilkynna félagið til félagaskrár eftir framhaldstofnfund. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir og var fundargerðin lesin upp, hún staðfest og fundi slitið.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti