Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Stofnendur Lemon opna nýjan veitingastað við gömlu höfnina í Reykjavík
Jón Gunnar Geirdal & Jón Arnar Guðbrandsson, stofnendur Lemon, opna nýjan veitingastað við gömlu höfnina í Reykjavík þar sem veitingastaðurinn Verbúð 11 var áður til húsa.
Staðurinn mun heita Verbúð 11 Lobster & Stuff og eins og nafnið gefur til kynna mun þessi nýi veitingastaður sérhæfa sig í fjölbreyttum humar-réttum í bland við annað Stuff, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Staðurinn verður opinn frá 11 á morgnana og fram á kvöld.
„Verbúð 11 er gamalt æfingahúsnæði Sykurmolana, skemmtileg staðreynd úr íslenskri rokksögu sem við komumst ekki að fyrr en eftir að við keyptum staðinn en fögnuðum mjög þ.s okkur finnst það gefa staðnum ákveðna rokkvigt á þessu frábæra svæði sem gamla höfnin er,“
segir Jón Gunnar Geirdal eigandi.
Breytingar á fullu og allt að verða klárt fyrir opnun
Verbúð 11 Lobster & Stuff er veitingastaður á tveimur hæðum með bistro brasserie stemningu þ.s áhersla verður lögð á ferska, létta og góða matreiðslu, ásamt því að vera með mikið úrval af bjór, kokteilum, viskí og húsvínum.
Hér getur þú fengið sígilda humarrétti eins og humarsúpu og grillaðan humar í skel en líka léttari sælkerarétti eins og humarsamloku, humarsalat, humar pizzu, humar tempura og humar dumplings.
Í tilkynningunni segir að það er enginn veitingastaður í Reykjavík sem sérhæfir sig í humar og í nafninu vildu eigendur hafa „humar“ en líka „& Stuff“ sem gefur rokkstjörnu kokkunum þeirra endalaust svigrúm til að leika sér í matargerð og stemningu því þú munt líka geta fengið rétti eins og rib-eye-hamborgara, snigla í hvítlauk, bláskel, rauðsprettu ala muniere, innbakað lamb í rösti kartöflu, nautalund wellington omfl.
Upplifunin á Lobster & Stuff á að vera sú að þér líði vel í fallegu umhverfi og hlýlegu, þægilegu andrúmslofti þ.s stemningin í mat & drykk verður í fyrirrúmi.
Veitingastaðurinn Verbúð 11 var upprunalega hannaður af Elínu Þorsteins innanhússarkitekt sem jafnframt hefur hannað Fákasel, Hannes boy Cafe, Bláa húsið, Sigunes Hótel, Segul 67 bjórverksmiðju svo eitthvað sé nefnt. Arnar Gauti er núna „concept creator“ fyrir núverandi veitingastað Verbúð 11 Lobster & Stuff og verður gaman að sjá afraksturinn.
Verbúð 11 Lobster & Stuff opnar kl.11:00 föstudaginn 5. febrúar næstkomandi.
Myndir: af facebook síðu Verbúð 11

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila