Keppni
Steinn Óskar kominn af stað í Global Chefs Challenge
Í hádeginu hófst matreiðslukeppnin „Global Chefs Challenge“ um besta matreiðslumann Norður Evrópu í Álaborg í Danmörku. Í eldhúsinu fyrir Íslands hönd stendur matreiðslumeistarinn Steinn Óskar Sigurðsson sem hefur langan og farsælan feril að baki. Keppnin er hörð og að þessu sinni keppa margir bestu matreiðslumanna Norðurlandanna og Norður Evrópu í „Global Chefs Challenge“.
Steinn Óskar stýrir matstofu Vodafone og hefur á keppnisferlinum sigrað í keppninni Matreiðslumaður ársins 2005 og vann til silfurverðlauna í sömu keppni nú í ár. Steinn vann bronsverðlaun í Norðurlandakeppni í matreiðslu/Nordic Chef árið 2007. Steinn Óskar er jafnframt nýgenginn til liðs við Kokkalandsliðið aftur sem einn stjórnenda liðsins en hann var áður í liðinu árin 2009-2012, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.
Steinn Óskar segist tilbúinn í slaginn.
Áskorun og spenna fylgir öllum keppnum,þessi er þar engin undantekning og keppendurnir í dag eru gríðarlega sterkir. Ég er vel undirbúinn, sjáum svo hvað dómararnir segja í lok dags en ég hlakka mikið til þess að taka þátt.
Verkefni Steins Óskars er að útbúa þriggja rétta máltíð, forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem er loks dæmt af af hópi dómara. Efstu þrjú sætin í þessari Norður Evrópu forkeppni gefa keppnisrétt í heimsúrslitakeppni sem fer fram á næsta ári.
Þráinn Freyr Vigfússon frá Lava í Bláa Lóninu er fulltrúi Íslands í dómnefndinni í dag. Þráinn Freyr er sjálfur þrautreyndur keppnismaður í matreiðslu og er í Kokkalandsliðinu.
Keppnisúrslit í „Global Chefs Challenge“ verða tilkynnt æi kvöld 5. júní og mun sigurvegari Norður Evrópu keppninnar keppa á næsta ári í alþjóðlegri úrslitakeppni um titilinn „Global Chef“.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem sendir sex keppendur til leiks í einstaklingskeppnum í Danmörku dagana 4.-6. júní.
Myndir: Sveinbjörn Úlfarsson.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar








