Frétt
Steinn og Guðjón Snæland ráðnir til Ölvisholts brugghúss
![Ölvisholt brugghús](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/04/olvisholt-brugghus-1024x683.jpg)
Efri röð f.v.: Berglind Snæland, Ásta Ósk Hlöðversdóttir
Neðri röð f.v.: Guðjón Bjarni Snæland, Hermundur Jörgensson, Steinn Stefánsson, Eiríkur Ragnar Eiríksson
Steinn Stefánsson og Guðjón Bjarni Snæland hafa verið ráðnir til Ölvisholts brugghúss.
Steinn eða Steini eins og hann er kallaður hefur komið víða við í bjórbransanum. Hann rak Micro Bar í Reykjavík 2012-2016 og Mikkeller & Friends á Hverfisgötu síðustu árin. Hann hefur bruggað bjór með fjölmörgum brugghúsum hér heima sem og erlendis. Steinn mun sjá um daglegan rekstur bruggstofu Ölvisholts og skipulagningu viðburða ásamt öflun nýrra viðskiptasambanda.
Guðjón er smiður að mennt og hefur unnið sem slíkur síðustu ár. Hann mun koma að framleiðslunni og bruggstofunni.
Bjórframleiðsla hófst í Ölvisholti árið 2007 og er það eitt af fyrstu handverksbrugghúsum landsins. Brugghúsið er staðsett á uppgerðum sveitabæ rétt fyrir utan Selfoss þar sem bruggstofan er opin gestum og gangandi en auk þess býðst hópum að bóka sig í kynningu. Ölvisholt framleiddi árið 2017 sextán tegundir af bjórum og er von á fleiri tegundum í ár. Bruggstofan er nýjasta viðbótin þar sem bjórinn rennur af átta krönum og hægt er að fá sér sæti, smakka á framleiðslunni og spjalla við starfsmenn. Auk þess er hægt að bóka sig í kynningu á opnum tímum eða bóka hópinn sinn í lokaða kynningu.
Aðsend mynd: Ölvisholt
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný