Frétt
Steinn og Guðjón Snæland ráðnir til Ölvisholts brugghúss
Steinn Stefánsson og Guðjón Bjarni Snæland hafa verið ráðnir til Ölvisholts brugghúss.
Steinn eða Steini eins og hann er kallaður hefur komið víða við í bjórbransanum. Hann rak Micro Bar í Reykjavík 2012-2016 og Mikkeller & Friends á Hverfisgötu síðustu árin. Hann hefur bruggað bjór með fjölmörgum brugghúsum hér heima sem og erlendis. Steinn mun sjá um daglegan rekstur bruggstofu Ölvisholts og skipulagningu viðburða ásamt öflun nýrra viðskiptasambanda.
Guðjón er smiður að mennt og hefur unnið sem slíkur síðustu ár. Hann mun koma að framleiðslunni og bruggstofunni.
Bjórframleiðsla hófst í Ölvisholti árið 2007 og er það eitt af fyrstu handverksbrugghúsum landsins. Brugghúsið er staðsett á uppgerðum sveitabæ rétt fyrir utan Selfoss þar sem bruggstofan er opin gestum og gangandi en auk þess býðst hópum að bóka sig í kynningu. Ölvisholt framleiddi árið 2017 sextán tegundir af bjórum og er von á fleiri tegundum í ár. Bruggstofan er nýjasta viðbótin þar sem bjórinn rennur af átta krönum og hægt er að fá sér sæti, smakka á framleiðslunni og spjalla við starfsmenn. Auk þess er hægt að bóka sig í kynningu á opnum tímum eða bóka hópinn sinn í lokaða kynningu.
Aðsend mynd: Ölvisholt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Food & fun24 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF