Uppskriftir
Steikt rauðsprettuflök með rís og karrý
Hráefni:
8 rauðsprettuflök
120 g rækjur
1/2 smátt saxaður laukur
1/2 bolli rjómi
salt, pipar, hveiti
3—4 bollar soðin hrísgrjón
2—3 matskeiðar kókósmjöl
2 ananashringir smátt skornir
karrýsósa
Aðferð:
Flökin eru hreinsuð vel, þerruð, brotin saman, krydduð salti og pipar, velt upp úr hveiti, steikt á pönnu í smjörlíki.
Þegar fiskurinn er steiktur er hann færður af, og á sömu pönnu er laukurinn, hrísgrjónin og rækjurnar kraumað í smjöri, síðan eru grjónin sett á fat og fiskinum raðað ofan á, karrysósunni hellt yfir, sem þó áður hefur verið bætt með kókosmjölinu, ananasinum og rjómanum.
Framreitt með buttedeigssnittum og sítrónubát.
Höfundur: Ib Wessman matreiðslumeistari
Birtist upphaflega í Lesbók Morgunblaðsins 10. mars 1974.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






