Uppskriftir
Steikt rauðsprettuflök með rís og karrý
Hráefni:
8 rauðsprettuflök
120 g rækjur
1/2 smátt saxaður laukur
1/2 bolli rjómi
salt, pipar, hveiti
3—4 bollar soðin hrísgrjón
2—3 matskeiðar kókósmjöl
2 ananashringir smátt skornir
karrýsósa
Aðferð:
Flökin eru hreinsuð vel, þerruð, brotin saman, krydduð salti og pipar, velt upp úr hveiti, steikt á pönnu í smjörlíki.
Þegar fiskurinn er steiktur er hann færður af, og á sömu pönnu er laukurinn, hrísgrjónin og rækjurnar kraumað í smjöri, síðan eru grjónin sett á fat og fiskinum raðað ofan á, karrysósunni hellt yfir, sem þó áður hefur verið bætt með kókosmjölinu, ananasinum og rjómanum.
Framreitt með buttedeigssnittum og sítrónubát.
Höfundur: Ib Wessman matreiðslumeistari
Birtist upphaflega í Lesbók Morgunblaðsins 10. mars 1974.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF