Vertu memm

Uppskriftir

Steikt langa með blómkáli og kartöflum

Birting:

þann

Steikt langa
600 g langa

Langan er hreinsuð og skorin í fjórar steikur. Steikt á mjög heitri pönnu. Gott er að setja smjörklípu í lokin. Saltið örlítið.

Blómkálsmauk
½ haus blómkál
1 stk. skalottlaukur
2 msk. smjör
¼ l mjólk

Blómkálið skorið og steikt í potti þar til gullinbrúnt, söxuðum skalottlauk bætt út í og steikt með í örskamma stund, mjólkinni bætt út í, soðið í 5 mínútur. Sigtið mjólkina frá og maukið blómkálið með smjörinu og smakkið til með salti og eplaediki.

Kartöflur
4 íslenskar kartöflur
½ l kjúklingasoð (má nota vatn og kjúklingakraft)
2 msk. smjör
2 hvítlauksgeirar, kramdir
2 blóðbergsgreinar

Kartöflurnar eru skolaðar og skornar í skífur. Allt annað sett í pott og smakkað til með salti. Kartöflurnar soðnar í 8 mínútur.

Laukgljái með humlum
4 venjulegir laukar
4 skalottlaukar
1 rauðlaukur
5 hvítlauksgeirar
½ dl eplaedik
½ l nauta- eða dökkt kjúklingasoð
5 g humlar (má sleppa)

Allir laukar skornir í þunna strimla og steiktir í potti. Þá er eplaediki bætt út í og soðið niður. Næst fer soðið út í og laukgljáinn soðinn niður um helming. Sósan tekin af hitanum og humlarnir settir í tesíu og ofan í pottinn. Látið standa í 15 mínútur. Sósan sigtuð og smökkuð til með salti og smá smjöri.

Jóhannes Steinn Jóhannesson

Jóhannes Steinn Jóhannesson

Höfundur er Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumeistari

Jóhannes Steinn Jóhannesson hefur unnið til fjölmargra verðlauna með Kokkalandsliðinu síðan 2010 sem meðlimur og þjálfari. Hann vann titilinn Kokkur ársins á Íslandi árin 2008 og 2009. Fræðin sín lærði hann á Hótel Holt og hefur stýrt síðan veitingastöðunum Jamie’s Italian, Geira Smart, Slippbarnum, VOX, Sjávarkjallaranum og Silfur.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið